Erlent

Keyrði á eina af styttunum á Páskaeyju

Andri Eysteinsson skrifar
Moai stytturnar eru sagðar helgar. Ein þeirra varð nýlega fyrir barðinu á pallbíl.
Moai stytturnar eru sagðar helgar. Ein þeirra varð nýlega fyrir barðinu á pallbíl. Getty/SOPA

Yfirvöld á Páskaeyju kalla nú eftir því að hömlur verði settar á bílaumferð í námunda við fornleifar eyjarinnar eftir að pallbíl var ekið á eina af hinum þekktu Moai styttum sem er að finna víða um eyjuna.

Guardian greinir frá því að síleskur maður, sem búsettur er á eyjunni hafi verið handtekinn vegna málsins og hefur hann verið ákærður. Yfir þúsund slíkar styttur er að finna á eyjunni, sem heimamenn kalla Rapa Nui, en stytturnar gegna miklu hlutverki í trúarlífi innfæddra en stytturnar eru sagðar geyma sálir forfeðranna.

Camilo Rapu, forseti Ma‘u Henua samfélagsins, sem annast viðhald á styttunum, segist telja mögulegt að áreksturinn hafi verið viljandi.

„Moai stytturnar eru helgar. Svona hlutir eru ekki bara hræðilegir, þeir eru árás gegn menningararfi innfæddra sem hafa barist fyrir rétti sínum,“ segir Rapu.

Borgarstjóri eyjunnar, Pedro Edmunds Paoa sagði að rekja mætti áreksturinn til bilunar í bremsukerfi pallbílsins. Atvikið sýni þörfina fyrir bætta umferðarlöggjöf á eyjunni sem tilheyrir Suður-Ameríkuríkinu Chile.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.