Fótbolti

Kjartan til bjargar á tómum leikvangi

Sindri Sverrisson skrifar
Kjartan Henry var hetja Velje gegn Skive.
Kjartan Henry var hetja Velje gegn Skive. mynd/vejle-boldklub

Kjartan Henry Finnbogason reyndist hetja Vejle í dönsku 1. deildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði eina mark leiksins í sigri á Hvidovre.

Engir áhorfendur voru á leiknum en það er til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Markið skoraði Kjartan á lokaandartökum leiksins, seint í uppbótartíma, og missti sig aðeins í fagnaðarlátunum og fékk gult spjald fyrir. Kjartan er markahæstur í deildinni með 14 mörk.

Með sigrinum styrkti Vejle stöðu sína í efsta sæti deildarinnar með 44 stig eftir 20 leiki en liðið er með sjö stiga forskot á næsta lið, Viborg. Aðeins efsta lið deildarinnar fer beint upp í úrvalsdeild en liðin í 2.-3. sæti komast í umspil. Nú eru 13 umferðir eftir af deildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×