Fótbolti

Sjáðu sigur­mark Kjartans Henry og það helsta úr lands­leiknum í nótt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir fagna sigurmarkinu
Strákarnir fagna sigurmarkinu mynd/ksí

Ísland vann í nótt 1-0 sigur á El Salvador í vináttulandsleik sem fór fram í Los Angeles, nánar tiltekið heimavelli LA Galaxy í MLS-deildinni.

Kjartan Henry Finnbogason, sem leikur með Vejle í Danmörku, skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik eftir laglega gabbhreyfingu.

Íslenska liðið skapaði sér nokkur hættuleg færi eftir föst leikatriði og skoruðu meðal annars eitt mark sem var dæmt af.Þetta var annar sigur liðsins í ferðinni en á fimmtudaginn hafði Ísland betur gegn Kanada 1-0.

Markið og það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.