Fótbolti

Kjartan Henry tryggði ís­lenskan sigur á heima­velli LA Galaxy

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan Henry fagnar marki í íslenska landsliðsbúningnum.
Kjartan Henry fagnar marki í íslenska landsliðsbúningnum. vísir/getty

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann í nótt 1-0 sigur á El Salvador er liðin mættust í Bandaríkjunum.

Ísland hafði því betur í báðum leikjum sínum í ferðinni en einnig hafði liðið betur gegn Kanada á fimmtudaginn.

Átta breytingar voru gerðar á milli leikjanna en reynsluboltarnir Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason og Kjartan Hery Finnbogason voru einu sem héldu sætinu í liðinu.
Það var svo einmitt Kjartan Henry sem skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 63. mínútu og lokatölur 1-0.

Tveir 1-0 sigrar hjá Íslandi í þessari ferð en í marsmánuði bíður umspilið fræga fyrir EM 2020.

Pablo Punyed var í byrjunarliði El Salvador og spilaði allan leikinn.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.