Enski boltinn

Leeds United ákært vegna fagnaðarláta leikmanna sinna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Enska knattspyrnusambandið leyfir ekki notkun blysa á leikjum sínum.
Enska knattspyrnusambandið leyfir ekki notkun blysa á leikjum sínum. Laurence Griffiths/Getty Images

Þegar það ljóst að Leeds United hefði tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni – eftir 3-1 sigur á Derby County á útivelli – fögnuðu leikmenn liðsins vel og innilega á miðjum Pride Park. 

Var kveikt í nokkrum blysum til að fagna sigrinum og að loks eftir 16 ára bið væri Leeds aftur komið í deild þeirra bestu.

Enska knattspyrnusambandið leyfir ekki notkun blysa á leikvöngum sínum og hefur sambandið því ákært Leeds fyrir atvikið. Hefur félagið til 3. september til að svara ásökunum sambandsins.

Ekki kemur fram í frétt Sky Sports hver refsingin er en eflaust er hún í formi fjársektar. Líklega borga forráðamenn Leeds sektina fstrax svo þeir geti einbeitt sér að því að styrkja leikmannahóp félagsins fyrir komandi tímabil.

Leeds fær aldeilis erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 12. september.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.