Erlent

Krefjast þess að forseti Malí verði látinn laus

Andri Eysteinsson skrifar
Frá malísku höfuðborginni Bamakó.
Frá malísku höfuðborginni Bamakó. Vísir/AP

Ríkisstjórn Frakklands hefur krafist þess að valdaræningjar í Afríkuríkinu Malí sleppi forsetanum Ibrahim Boubacar Keita tafarlaust úr haldi en malíski herinn framdi valdarán í gær, þriðjudag.

Valdaræningjarnir hafa lofað að haldnar verði kosningar í landinu og þangað til muni bráðabirgðaríkisstjórn fara með völdin í landinu. BBC greindi frá því að hermenn hafi verið ósáttir með kaup og kjör ásamt því að vera orðnir langþreyttir á átökum við vígamenn í landinu. Þá hafa íbúar Malí einnig snúist gegn Keita vegna meintrar spillingar og aukins ofbeldis í landinu.

Keita hefur gegnt embætti forseta Malí síðan árið 2013 og sagði í ávarpi til þjóðarinnar að hann vildi ekki blóðsúthellingar til að halda völdum. Önnur ríki Afríku hafa fordæmt valdarán hersveitarinnar og það hefur fyrrum herraþjóð Malí, Frakkland, einnig gert.

„Frakkland viðurkennir afsögn Ibrahims Boubacar Keita og gerir kröfu um að hann verði tafarlaust leystur úr haldi og valdið fært til malísku þjóðarinnar sem fyrst,“ sagði í yfirlýsingu utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian vegna valdaránsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.