Fótbolti

Bratislava fær að mæta með varaliðið | Leikurinn fer fram á föstudag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KÍ á enn góða möguleika á að vera fyrsta færeyska liðið til að komast áfram úr 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
KÍ á enn góða möguleika á að vera fyrsta færeyska liðið til að komast áfram úr 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Nils Petter Nilsson/Getty Images

Það stefndi allt í að færeysku meistararnir í KÍ yrðu fyrsta lið í sögu Færeyja til að komast áfram í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðið átti að mæta Slóvakíumeisturum Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppninnar í kvöld en kórónusmit greindist hjá starfsliði Bratislava.

Samkvæmt sóttvarnareglum í Færeyjum þurfti því allt liðið að fara í 14 daga sóttkví. Í reglum UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, kemur fram að geti lið ekki spila sökum kórónusmits þá tapi þau leiknum 3-0. Til að mega spila þarf 13 leikfæra leikmenn, þar af einn markvörð.

UEFA fundaði með forráðamönnum KÍ í dag en formaður félagsins sagði í frétt In. fo – fyrir fundinn - að hann teldi litlar líkur á að leikurinn yrðu spilaður. Hann fékk ósk sína ekki uppfyllta en ákveðið hefur verið að Bratislava fái að senda varalið sitt í leikinn.

Þeir koma til Færeyja á morgun og mun leikurinn fara fram á föstudag. KÍ þurfa því að spila leikinn til að brjóta blað í knattspyrnusögu landsins en þeir fá eflaust ekki betra tækifæri til þess en nú.

Liðið sem vinnur á föstudag mætir Young Boys frá Sviss, í Sviss, þann 26. ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.