„Auðvitað margir ósáttir að hafa ekki vitað af þessu fyrirfram“ Sylvía Hall skrifar 19. ágúst 2020 15:37 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir engin stórvægileg vandamál hafa komið upp eftir að breyttar reglur tóku gildi varðandi komu ferðamanna hingað til lands í dag. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að um þrjátíu þýskir ferðamenn hafi ekki vitað af því að þeir þyrftu í fimm daga sóttkví. Að sögn Víðis er reynt að leiðbeina fólki og því veittar upplýsingar um gististaði sem eru í boði. Allt kapp hafi verið lagt á að koma upplýsingum til skila en það hafi ekki náð til allra. „Ég held það hafi engin stórvægileg vandamál komið upp, það eru auðvitað margir ósáttir að hafa ekki vitað af þessu fyrirfram. Svona er þetta þegar hraðinn er mikill. Þrátt fyrir að við höfum reynt að koma miklum upplýsingum frá okkur að þá náði þetta ekki til allra,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Um 250 staðir hafa skráð sig á lista Ferðamálastofu yfir staði sem hýsa fólk í sóttkví, en með breyttum reglum þurfa allir í tvöfalda skimun og 4-5 daga sóttkví við komuna til landsins. Víðir segir bætt hafa verið í upplýsingagjöf en endanleg útfærsla á öllum textum hafi ekki farið út fyrr en í gærkvöldi. „Þetta er náttúrulega á átta tungumálum á covid.is. Við erum búin að setja inn alls staðar á ensku og úr öllum þeim tungumálum sem við erum búin að fá úr þýðingu. Það er unnið daga og nætur við að fá þetta inn en hraðinn er mikill eins og allir vita,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45 Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48 Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir engin stórvægileg vandamál hafa komið upp eftir að breyttar reglur tóku gildi varðandi komu ferðamanna hingað til lands í dag. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að um þrjátíu þýskir ferðamenn hafi ekki vitað af því að þeir þyrftu í fimm daga sóttkví. Að sögn Víðis er reynt að leiðbeina fólki og því veittar upplýsingar um gististaði sem eru í boði. Allt kapp hafi verið lagt á að koma upplýsingum til skila en það hafi ekki náð til allra. „Ég held það hafi engin stórvægileg vandamál komið upp, það eru auðvitað margir ósáttir að hafa ekki vitað af þessu fyrirfram. Svona er þetta þegar hraðinn er mikill. Þrátt fyrir að við höfum reynt að koma miklum upplýsingum frá okkur að þá náði þetta ekki til allra,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Um 250 staðir hafa skráð sig á lista Ferðamálastofu yfir staði sem hýsa fólk í sóttkví, en með breyttum reglum þurfa allir í tvöfalda skimun og 4-5 daga sóttkví við komuna til landsins. Víðir segir bætt hafa verið í upplýsingagjöf en endanleg útfærsla á öllum textum hafi ekki farið út fyrr en í gærkvöldi. „Þetta er náttúrulega á átta tungumálum á covid.is. Við erum búin að setja inn alls staðar á ensku og úr öllum þeim tungumálum sem við erum búin að fá úr þýðingu. Það er unnið daga og nætur við að fá þetta inn en hraðinn er mikill eins og allir vita,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45 Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48 Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45
Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48
Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31