„Auðvitað margir ósáttir að hafa ekki vitað af þessu fyrirfram“ Sylvía Hall skrifar 19. ágúst 2020 15:37 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir engin stórvægileg vandamál hafa komið upp eftir að breyttar reglur tóku gildi varðandi komu ferðamanna hingað til lands í dag. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að um þrjátíu þýskir ferðamenn hafi ekki vitað af því að þeir þyrftu í fimm daga sóttkví. Að sögn Víðis er reynt að leiðbeina fólki og því veittar upplýsingar um gististaði sem eru í boði. Allt kapp hafi verið lagt á að koma upplýsingum til skila en það hafi ekki náð til allra. „Ég held það hafi engin stórvægileg vandamál komið upp, það eru auðvitað margir ósáttir að hafa ekki vitað af þessu fyrirfram. Svona er þetta þegar hraðinn er mikill. Þrátt fyrir að við höfum reynt að koma miklum upplýsingum frá okkur að þá náði þetta ekki til allra,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Um 250 staðir hafa skráð sig á lista Ferðamálastofu yfir staði sem hýsa fólk í sóttkví, en með breyttum reglum þurfa allir í tvöfalda skimun og 4-5 daga sóttkví við komuna til landsins. Víðir segir bætt hafa verið í upplýsingagjöf en endanleg útfærsla á öllum textum hafi ekki farið út fyrr en í gærkvöldi. „Þetta er náttúrulega á átta tungumálum á covid.is. Við erum búin að setja inn alls staðar á ensku og úr öllum þeim tungumálum sem við erum búin að fá úr þýðingu. Það er unnið daga og nætur við að fá þetta inn en hraðinn er mikill eins og allir vita,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45 Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48 Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir engin stórvægileg vandamál hafa komið upp eftir að breyttar reglur tóku gildi varðandi komu ferðamanna hingað til lands í dag. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að um þrjátíu þýskir ferðamenn hafi ekki vitað af því að þeir þyrftu í fimm daga sóttkví. Að sögn Víðis er reynt að leiðbeina fólki og því veittar upplýsingar um gististaði sem eru í boði. Allt kapp hafi verið lagt á að koma upplýsingum til skila en það hafi ekki náð til allra. „Ég held það hafi engin stórvægileg vandamál komið upp, það eru auðvitað margir ósáttir að hafa ekki vitað af þessu fyrirfram. Svona er þetta þegar hraðinn er mikill. Þrátt fyrir að við höfum reynt að koma miklum upplýsingum frá okkur að þá náði þetta ekki til allra,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Um 250 staðir hafa skráð sig á lista Ferðamálastofu yfir staði sem hýsa fólk í sóttkví, en með breyttum reglum þurfa allir í tvöfalda skimun og 4-5 daga sóttkví við komuna til landsins. Víðir segir bætt hafa verið í upplýsingagjöf en endanleg útfærsla á öllum textum hafi ekki farið út fyrr en í gærkvöldi. „Þetta er náttúrulega á átta tungumálum á covid.is. Við erum búin að setja inn alls staðar á ensku og úr öllum þeim tungumálum sem við erum búin að fá úr þýðingu. Það er unnið daga og nætur við að fá þetta inn en hraðinn er mikill eins og allir vita,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45 Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48 Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45
Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48
Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31