Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 12:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. Farþegar sem koma til Íslands frá og með deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna Covid-19 með fjögurra til sex daga sóttkví á milli, þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og fara í fjórtán daga sóttkví. Ekki hefur verið ákveðið hve lengi þessar skimanir og skylda um sóttkví munu gilda á landamærunum en ríkisstjórnin hefur gefið út að staðan verði endurmetin vikulega. Ríkisstjórnin sem ræður þessu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sér fyrir sér skimanir á landamærum í einhverja mánuði. „Við erum ekki að horfa upp á það að skimun á landamærum sé eitthvað sem verður bara í mjög stuttan tíma og svo hættum við því. Mér finnst það mjög ólíklegt, að minnsta kosti út frá mínum sjónarhóli. En það er ríkisstjórnin sem ræður þessu.“ Skimanir sé eitthvað sem er komið til að vera þótt það sé möguleiki á vægari kröfum um sóttkví eða öðru skipulagi ef vel gengur. „Það er alls ekki útilokað. Við verðum að horfa á hvaða þróun er á faraldrinum erlendis. Tölurnar eru að hækka í öllum löndum þannig að ég held að við þurfum að horfa vel á það hvað er að gerast annars staðar,“ segir Þórólfur. Mismunandi aðgerðir í gangi Dönsk yfirvöld hafa varað við ferðum hingað til lands vegna aðgerðanna en Danir hafa verið fjölmennir í hópi ferðamanna á Íslandi í sumar. Icelandair var með tíu áætlaðar komur flugvéla til Keflavíkur í dag en fjórum þeirra hefur verið aflýst, frá London, Brussel, Kaupmannahöfn og París. En ætli Ísland sé það land sem er með ströngustu kröfurnar fyrir inngöngu í landið? „Það eru bara mismunandi aðgerðir í gangi í mismunandi löndum. Það eru engar tvær þjóðir með þetta nákvæmlega eins. Ég bendi til að mynda á að Norðmenn eru með kröfuna um sóttkví fyrir nánast alla á sínum landamærum. Við byggjum okkar aðgerðir á þeirri reynslu sem við höfum fengið með skimuninni, við getum kortlagt þetta nokkuð vel og getum séð hver áhættan er. Það er það sem við erum að gera. Aðrar þjóðir hafa ekki gert þetta svona og hafa ekki kannað þetta með kerfisbundnum hætti á sínum landamærum eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. Farþegar sem koma til Íslands frá og með deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna Covid-19 með fjögurra til sex daga sóttkví á milli, þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og fara í fjórtán daga sóttkví. Ekki hefur verið ákveðið hve lengi þessar skimanir og skylda um sóttkví munu gilda á landamærunum en ríkisstjórnin hefur gefið út að staðan verði endurmetin vikulega. Ríkisstjórnin sem ræður þessu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sér fyrir sér skimanir á landamærum í einhverja mánuði. „Við erum ekki að horfa upp á það að skimun á landamærum sé eitthvað sem verður bara í mjög stuttan tíma og svo hættum við því. Mér finnst það mjög ólíklegt, að minnsta kosti út frá mínum sjónarhóli. En það er ríkisstjórnin sem ræður þessu.“ Skimanir sé eitthvað sem er komið til að vera þótt það sé möguleiki á vægari kröfum um sóttkví eða öðru skipulagi ef vel gengur. „Það er alls ekki útilokað. Við verðum að horfa á hvaða þróun er á faraldrinum erlendis. Tölurnar eru að hækka í öllum löndum þannig að ég held að við þurfum að horfa vel á það hvað er að gerast annars staðar,“ segir Þórólfur. Mismunandi aðgerðir í gangi Dönsk yfirvöld hafa varað við ferðum hingað til lands vegna aðgerðanna en Danir hafa verið fjölmennir í hópi ferðamanna á Íslandi í sumar. Icelandair var með tíu áætlaðar komur flugvéla til Keflavíkur í dag en fjórum þeirra hefur verið aflýst, frá London, Brussel, Kaupmannahöfn og París. En ætli Ísland sé það land sem er með ströngustu kröfurnar fyrir inngöngu í landið? „Það eru bara mismunandi aðgerðir í gangi í mismunandi löndum. Það eru engar tvær þjóðir með þetta nákvæmlega eins. Ég bendi til að mynda á að Norðmenn eru með kröfuna um sóttkví fyrir nánast alla á sínum landamærum. Við byggjum okkar aðgerðir á þeirri reynslu sem við höfum fengið með skimuninni, við getum kortlagt þetta nokkuð vel og getum séð hver áhættan er. Það er það sem við erum að gera. Aðrar þjóðir hafa ekki gert þetta svona og hafa ekki kannað þetta með kerfisbundnum hætti á sínum landamærum eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24