Forseti og forsætisráðherra Malí handteknir af uppreisnarhermönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 20:58 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir hóp fólks sem safnast hefur saman á Sjálfstæðistorginu í Bamako í Malí fagna hermönnum sem keyra í gegn um þvöguna. Getty/Stringer Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keïta hefur verið handtekinn af uppreisnarhermönnum að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Boubou Cissé, forsætisráðherra landsins hefur einnig verið handtekinn, þrátt fyrir að hann hafi kallað eftir samtali við uppreisnarmennina. Valdaránstilraunin hófst í morgun, þriðjudag, í einum aðalherbúðum landsins nærri höfuðborg landsins, Bamako, þegar uppreisnarhermennirnir hófu skothríð. Uppreisnarhermennirnir tóku einnig yfirmenn sína í hald og tóku stjórn á Kati herbúðunum. Í höfuðborginni sjálfri bar hópur ungra manna eld að dómsmálaráðuneytinu nokkrum klukkustundum síðar. Uppreisnin hefur verið fordæmd af Ecowas, Afríkusambandinu og Frakklandi, fyrrverandi nýlenduherra Malí. Önnur uppreisnin á innan við áratug Uppreisnina leiða samkvæmt fréttaflutningi BBC þeir Malick Diaw ofursti í hernum og hershöfðinginn Sadio Camara. Eftir að uppreisnarhermennirnir tóku yfir Kati herbúðirnar héldu þeir til höfuðborgarinnar og seinnipartinn í dag réðust þeir inn á heimili Keïta og handtóku forsetann og forsætisráðherra hans, en þeir voru báðir staddir heima hjá Keïta. Óljóst er hvers vegna valdaránstilraunin var framin á þessum tíma og ekki er vitað hve margir uppreisnarhermennirnir eru. Einhverjir segja að ástæða uppreisnarinnar séu kjaradeilur. Önnur uppreisn var gerð í Kati búðunum árið 2012 af hermönnum sem voru ósáttir með aðgerðarleysi yfirmanna sinna vegna uppgangs hryðjuverkamanna og öfgatrúarhópa, þar á meðal Tuareg skæruliða, sem ráða ríkjum í norðurhluta Malí. Hafa krafist afsagnar Keïta svo mánuðum skipti Mótmæli hafa staðið yfir í landinu í marga mánuði og hefur fjölmennur hópur fólks tekið þátt í þeim. Krafa mótmælenda hefur verið að Keïta forseti landsins segi af sér. Því er ekki að undra þó mótmælendur bjóði uppreisnarhermennina velkomna. Ibrahim Boubacar Keïta var kjörinn forseti í annað sinn árið 2018 en víða hafa ásakanir um spillingu skotið upp kollinum. Hann hefur einnig verið ásakaður um að hafa ekki staðið vel að efnahagsmálum og að ofbeldi í landinu hafi aukist í valdatíð hans, þar á meðal vegna uppgangs hryðjuverkamanna í norðrinu. Hver hafa viðbrögð við uppreisninni verið? Stjórnarformaður sendinefndar Afríkusambandsins, Moussa Faki Mahamat, fordæmdi í dag handtökuna á forsetanum og forsætisráðherranum. Þá hvatti Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkjanna, Ecowas, uppreisnarmennina til að snúa aftur til herbúða sinna. Þá sagði utanríkisráðherra Frakklands, Jean Yves Le Drian í yfirlýsingu að hann fordæmdi þessa alvarlegu atburði og hann hvatti uppreisnarhermennina einnig til að snúa aftur til búða sinna. Fyrr í dag hafði franska sendiráðið í Bamako tíst því að það hvetti fólk eindregið til að halda sig heima. Malí Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keïta hefur verið handtekinn af uppreisnarhermönnum að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Boubou Cissé, forsætisráðherra landsins hefur einnig verið handtekinn, þrátt fyrir að hann hafi kallað eftir samtali við uppreisnarmennina. Valdaránstilraunin hófst í morgun, þriðjudag, í einum aðalherbúðum landsins nærri höfuðborg landsins, Bamako, þegar uppreisnarhermennirnir hófu skothríð. Uppreisnarhermennirnir tóku einnig yfirmenn sína í hald og tóku stjórn á Kati herbúðunum. Í höfuðborginni sjálfri bar hópur ungra manna eld að dómsmálaráðuneytinu nokkrum klukkustundum síðar. Uppreisnin hefur verið fordæmd af Ecowas, Afríkusambandinu og Frakklandi, fyrrverandi nýlenduherra Malí. Önnur uppreisnin á innan við áratug Uppreisnina leiða samkvæmt fréttaflutningi BBC þeir Malick Diaw ofursti í hernum og hershöfðinginn Sadio Camara. Eftir að uppreisnarhermennirnir tóku yfir Kati herbúðirnar héldu þeir til höfuðborgarinnar og seinnipartinn í dag réðust þeir inn á heimili Keïta og handtóku forsetann og forsætisráðherra hans, en þeir voru báðir staddir heima hjá Keïta. Óljóst er hvers vegna valdaránstilraunin var framin á þessum tíma og ekki er vitað hve margir uppreisnarhermennirnir eru. Einhverjir segja að ástæða uppreisnarinnar séu kjaradeilur. Önnur uppreisn var gerð í Kati búðunum árið 2012 af hermönnum sem voru ósáttir með aðgerðarleysi yfirmanna sinna vegna uppgangs hryðjuverkamanna og öfgatrúarhópa, þar á meðal Tuareg skæruliða, sem ráða ríkjum í norðurhluta Malí. Hafa krafist afsagnar Keïta svo mánuðum skipti Mótmæli hafa staðið yfir í landinu í marga mánuði og hefur fjölmennur hópur fólks tekið þátt í þeim. Krafa mótmælenda hefur verið að Keïta forseti landsins segi af sér. Því er ekki að undra þó mótmælendur bjóði uppreisnarhermennina velkomna. Ibrahim Boubacar Keïta var kjörinn forseti í annað sinn árið 2018 en víða hafa ásakanir um spillingu skotið upp kollinum. Hann hefur einnig verið ásakaður um að hafa ekki staðið vel að efnahagsmálum og að ofbeldi í landinu hafi aukist í valdatíð hans, þar á meðal vegna uppgangs hryðjuverkamanna í norðrinu. Hver hafa viðbrögð við uppreisninni verið? Stjórnarformaður sendinefndar Afríkusambandsins, Moussa Faki Mahamat, fordæmdi í dag handtökuna á forsetanum og forsætisráðherranum. Þá hvatti Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkjanna, Ecowas, uppreisnarmennina til að snúa aftur til herbúða sinna. Þá sagði utanríkisráðherra Frakklands, Jean Yves Le Drian í yfirlýsingu að hann fordæmdi þessa alvarlegu atburði og hann hvatti uppreisnarhermennina einnig til að snúa aftur til búða sinna. Fyrr í dag hafði franska sendiráðið í Bamako tíst því að það hvetti fólk eindregið til að halda sig heima.
Malí Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira