Íslenski boltinn

Silfurskeiðin fann leið fram hjá sóttvarnareglum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Meðlimir Silfurskeiðarinnar fundu einnig lausnir til að sjá leik sinna manna gegn Gróttu á dögunum.
Meðlimir Silfurskeiðarinnar fundu einnig lausnir til að sjá leik sinna manna gegn Gróttu á dögunum. Mynd/Stöð2Sport

FH og Stjarnan mættust í Pepsi deild karla í knattspyrnu í gær, mánudag. Líkt og í öðrum leikjum síðustu daga þá eru engir áhorfendur leyfðir á knattspyrnuleikjum að svo stöddu. Þó eru ávallt nokkrir aðilar í stúkunni en það eru venjulega stjórnarmenn og leikmenn á meiðslalista.

Silfurseiðin, stuðningshópur Stjörnunnar, - það er nokkrir meðlimir – fundu þó leið fram hjá sóttvarnareglum og sáu lið sitt vinna ótrúlegan 2-1 sigur. Var þetta annar leikurinn í röð en þeir sáu einnig 1-1 jafntefli Stjörnunnar og Gróttu. Myndin hér að ofan er úr þeim leik.

Myndaðist umræða í Pepsi Max Stúkunni um þessa tilburði Silfurskeiðarinnar en ásamt Gumma Ben að þessu sinni voru þeir Máni Pétursson – Stjörnumaður mikill – og Atli Viðar Björnsson, fyrrum leikmaður FH.

„Þeir vissu að þeirra maður Bjarni Ben væri ekki að fara gera neitt í þessu. Það er fallegt að sjá þetta og þetta eru algjörir snillingar,“ sagði Máni sáttur með sína menn.

Þetta stutta og skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hérna fyrir neðan.

Klippa: Silfurskeiðin mætti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×