Með svæðið í hálfgerðri gjörgæslu Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. febrúar 2020 15:50 Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/baldur Ómögulegt er að segja til um það hvort lengi hafi gætt lífshættulegra gilda lofttegunda í hellum í Eldvörpum á Reykjanesskaga, að sögn náttúruvársérfræðings. Svæðið sé í hálfgerðri gjörgæslu vísindamanna vegna landriss við fjallið Þorbjörn og því hafi gildin komið fram við mælingar nú. Veðurstofan varaði í dag við hellaskoðun í Eldvörpum, sem eru vestur af Grindavík, í kjölfar gasmælinga á svæðinu. Mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í einum helli. „Við höfum verið að mæla sérstaklega mikið á þessu svæði, það er bara í hálfgerðri gjörgæslu má segja, og það voru gerðar gasmælingar í gær og líka fyrir viku síðan og þá komu í ljós miklar breytingar þarna í einum helli og í rauninni lífshættuleg gildi af lofttegundum og skortur á súrefni,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Margir hellar eru á svæðinu á Reykjanesskaga, meðal annars í Eldvörpum.Vísir/vilhelm Ákveðið var að vara við hellaskoðun á öllu svæðinu þó að lífshættuleg gildi hafi aðeins mælst í einum helli. „Það eru örugglega einhverjir hellar þarna sem eru í lagi, en akkúrat hvar þeir eru, þetta er bara of erfitt svæði til að fara að útlista það nákvæmlega, þannig að það kemur bara almenn viðvörun [um] að sleppa því að fara ofan í þessa hella á svæðinu.“ Innt eftir því hvort viðvörunum hafi verið sérstaklega komið á framfæri við erlenda ferðamenn á svæðinu segir Kristín að viðvörun sé gefin út á ensku, auk þess sem Almannavarnir bregðist við. „Og ég veit til þess að þeir eru til dæmis búnir að loka vegi þarna.“ Er þetta eitthvað tengt þessari skjálftavirkni þarna við Þorbjörn? „Það er ekki hægt að útiloka það. Við erum auðvitað að vakta svæðið sérstaklega vel núna og mæla það miklu meira en við höfum áður gert. Það í rauninni kemur í ljós núna að þarna eru hættuleg gildi. Hvort þau hafi verið þarna á einhverjum tímapunkti áður en við hófum þessar mælingar, það er auðvitað ómögulegt að segja.“ Kristín segir skjálftavirkni enn mælast á svæðinu en engin merki eru um gosóróa. Þá mælist enn landris en ekki jafnmikið og áður. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skelfur enn við Grindavík og Gjögurtá Skjálftahrina hófst í gærmorgun um tíu kílómetra norður af Gjögurtá. 21. febrúar 2020 08:24 Varað við hellaskoðun í Eldvörpum Breytinga hefur orðið vart og vill Veðurstofan vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli. 21. febrúar 2020 10:51 Hundruð jarðskjálfta mældust við Grindavík í liðinni viku Land hefur risið um fimm sentímetra í kringum fjallið Þorbjörn en hvorki eru merki um að það fari vaxandi né minnkandi. 16. febrúar 2020 13:39 Mælingar efldar við Þorbjörn Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar. 15. febrúar 2020 17:28 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ómögulegt er að segja til um það hvort lengi hafi gætt lífshættulegra gilda lofttegunda í hellum í Eldvörpum á Reykjanesskaga, að sögn náttúruvársérfræðings. Svæðið sé í hálfgerðri gjörgæslu vísindamanna vegna landriss við fjallið Þorbjörn og því hafi gildin komið fram við mælingar nú. Veðurstofan varaði í dag við hellaskoðun í Eldvörpum, sem eru vestur af Grindavík, í kjölfar gasmælinga á svæðinu. Mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í einum helli. „Við höfum verið að mæla sérstaklega mikið á þessu svæði, það er bara í hálfgerðri gjörgæslu má segja, og það voru gerðar gasmælingar í gær og líka fyrir viku síðan og þá komu í ljós miklar breytingar þarna í einum helli og í rauninni lífshættuleg gildi af lofttegundum og skortur á súrefni,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Margir hellar eru á svæðinu á Reykjanesskaga, meðal annars í Eldvörpum.Vísir/vilhelm Ákveðið var að vara við hellaskoðun á öllu svæðinu þó að lífshættuleg gildi hafi aðeins mælst í einum helli. „Það eru örugglega einhverjir hellar þarna sem eru í lagi, en akkúrat hvar þeir eru, þetta er bara of erfitt svæði til að fara að útlista það nákvæmlega, þannig að það kemur bara almenn viðvörun [um] að sleppa því að fara ofan í þessa hella á svæðinu.“ Innt eftir því hvort viðvörunum hafi verið sérstaklega komið á framfæri við erlenda ferðamenn á svæðinu segir Kristín að viðvörun sé gefin út á ensku, auk þess sem Almannavarnir bregðist við. „Og ég veit til þess að þeir eru til dæmis búnir að loka vegi þarna.“ Er þetta eitthvað tengt þessari skjálftavirkni þarna við Þorbjörn? „Það er ekki hægt að útiloka það. Við erum auðvitað að vakta svæðið sérstaklega vel núna og mæla það miklu meira en við höfum áður gert. Það í rauninni kemur í ljós núna að þarna eru hættuleg gildi. Hvort þau hafi verið þarna á einhverjum tímapunkti áður en við hófum þessar mælingar, það er auðvitað ómögulegt að segja.“ Kristín segir skjálftavirkni enn mælast á svæðinu en engin merki eru um gosóróa. Þá mælist enn landris en ekki jafnmikið og áður.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skelfur enn við Grindavík og Gjögurtá Skjálftahrina hófst í gærmorgun um tíu kílómetra norður af Gjögurtá. 21. febrúar 2020 08:24 Varað við hellaskoðun í Eldvörpum Breytinga hefur orðið vart og vill Veðurstofan vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli. 21. febrúar 2020 10:51 Hundruð jarðskjálfta mældust við Grindavík í liðinni viku Land hefur risið um fimm sentímetra í kringum fjallið Þorbjörn en hvorki eru merki um að það fari vaxandi né minnkandi. 16. febrúar 2020 13:39 Mælingar efldar við Þorbjörn Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar. 15. febrúar 2020 17:28 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Jörð skelfur enn við Grindavík og Gjögurtá Skjálftahrina hófst í gærmorgun um tíu kílómetra norður af Gjögurtá. 21. febrúar 2020 08:24
Varað við hellaskoðun í Eldvörpum Breytinga hefur orðið vart og vill Veðurstofan vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli. 21. febrúar 2020 10:51
Hundruð jarðskjálfta mældust við Grindavík í liðinni viku Land hefur risið um fimm sentímetra í kringum fjallið Þorbjörn en hvorki eru merki um að það fari vaxandi né minnkandi. 16. febrúar 2020 13:39
Mælingar efldar við Þorbjörn Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar. 15. febrúar 2020 17:28