Innlent

Jörð skelfur enn við Grinda­vík og Gjögur­tá

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Grindavík.
Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm

Jörð skelfur enn við Gjögurtá, norður af Grenivík, og Grindavík á Reykjanesi en allir skjálftarnir hafa þó mælst undir þremur að stærð, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Skjálftahrina hófst í gærmorgun um tíu kílómetra norður af Gjögurtá. Rúmlega 150 skjálftar hafa mælst á svæðinu og allir undir þremur að stærð, líkt og áður segir. Engar tilkynningar hafa borist um að þeir hafi fundist í byggð. Þá kemur fram í athugasemd jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar að hrinur séu algengar á þessum slóðum.

Jarðskjálftahrinan við Reykjanestá heldur áfram og þá mælist jarðskjálftavirkni enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin þar er enn yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar.

Dregið hefur úr landrisi á svæðinu en aflögun mælist enn. Næsti fundur vísindaráðs Almannavarna verður haldinn næsta þriðjudag, 25. febrúar.


Tengdar fréttir

Mælingar efldar við Þorbjörn

Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×