Innlent

Jörð skelfur enn við Grinda­vík og Gjögur­tá

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Grindavík.
Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm

Jörð skelfur enn við Gjögurtá, norður af Grenivík, og Grindavík á Reykjanesi en allir skjálftarnir hafa þó mælst undir þremur að stærð, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Skjálftahrina hófst í gærmorgun um tíu kílómetra norður af Gjögurtá. Rúmlega 150 skjálftar hafa mælst á svæðinu og allir undir þremur að stærð, líkt og áður segir. Engar tilkynningar hafa borist um að þeir hafi fundist í byggð. Þá kemur fram í athugasemd jarðvísindamanns á vef Veðurstofunnar að hrinur séu algengar á þessum slóðum.

Jarðskjálftahrinan við Reykjanestá heldur áfram og þá mælist jarðskjálftavirkni enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin þar er enn yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar.

Dregið hefur úr landrisi á svæðinu en aflögun mælist enn. Næsti fundur vísindaráðs Almannavarna verður haldinn næsta þriðjudag, 25. febrúar.


Tengdar fréttir

Mælingar efldar við Þorbjörn

Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.