Innlent

Mælingar efldar við Þorbjörn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Grindavík en fjallið Þorbjörn er í nágrenni bæjarins.
Frá Grindavík en fjallið Þorbjörn er í nágrenni bæjarins. vísir/vilhelm

Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem segir að stærsti skjálfit vikunnar hafi mælst þann 11. febrúar síðastliðinn, 3.2 að stærð, vestan við Þorbjörn.

Dregið hefur úr landrisi á svæðinu en ennþá mælist aflögun. Mælingar hafa verið efldar við Þorbjörn, tveir nýir jarðskjálftamælar voru settir upp í vikunni sem leið, gasmælingar verða gerðar reglulega og telja vísindamenn að áfram þurfi að vakta svæðið vel, að því er segir á vef Veðurstofunnar.

Líklegasta skýring á þessari virkni er sem fyrr kvikuinnskot á 3-5 kílómetra dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virkninni ljúki án eldsumbrota. Næsti fundur vísindaráðs Almannavarna verður haldinn, fimmtudaginn 20. febrúar.

Þá varð skjálfti að stærð 3,6 í norðanveðri Bárðarbunguöskjunni í morgun. Honum hafa þó ekki fylgt eftirskjálftar og enginn gosórói hefur sést.


Tengdar fréttir

Minni skjálftavirkni við Þorbjörn og lítið landris

Þetta er nú allt að róast. Ég myndi nú ekki segja að þetta væri búið, það eru alveg að koma inn skjálftar þarna og við sjáum alveg á Grindavíkurstöðinni að það er enn þá svolítil virkni en hún er mjög lítil þannig að við náum ekki að staðsetja þá, segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands




Fleiri fréttir

Sjá meira


×