Innlent

Varað við hella­skoðun í Eld­vörpum

Atli Ísleifsson skrifar
Margir hellar eru á svæðinu á Reykjanesskaga, meðal annars í Eldvörpum.
Margir hellar eru á svæðinu á Reykjanesskaga, meðal annars í Eldvörpum. vísir/vilhelm

Veðurstofan hefur varað við hellaskoðun í Eldvörpum á Reykjanesskaga, vestur af Grindavík, í kjölfar gasmælinga á svæðinu.

Í tilkynningu segir að slíkar mælingar séu nú gerðar vikulega sem hluti af viðbragði vegna landriss við Þorbjörn.

„Breytinga hefur orðið vart og vill Veðurstofan vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli.

Margir hellar eru á svæðinu, en hellirinn sem um ræðir er við bílstæði þar sem vinsælt er að leggja upp í skoðun á Eldvörpunum. Almannavarnadeild Lögreglunnar hefur verið gert viðvart,“ segir í tilkynningunni.

Frá Eldvörpum. Vísir/Vilhelm

Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur segir að erfitt sé að segja nákvæmlega hvað það sé sem hafi átt sér stað þarna. Þessi mikla aukning hafi komið í ljós í gær, sérstaklega í einum hellanna.

Böðvar segir að til standi að fjölga mælingum vegna breytinganna, auk þess að leita upplýsingum frá fleiri aðilum.

Vísir/Vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.