Afsanna rætnar samsæriskenningar um aldur drengsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 23:35 Viðbrögðin við myndbandinu af Quaden hafa verið gífurleg. Fjölmiðlar hafa í gær og í dag afsannað rætnar samsæriskenningar um aldur Quaden Bayles, níu ára þolanda eineltis sem hlotið hefur gríðarlegan stuðning eftir að myndband af honum fór eins og eldur í sinu um netheima. Móðir Quadens birti myndbandið á Facebook-síðu sinni í vikunni. Þar má heyra Quaden segja að hann vilji deyja sökum eineltis sem hann hefur þurft að þola um árabil. Quaden er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia), algengustu tegund dvergvaxtar. Eftir að myndbandið birtist fór Quaden að berast stuðningur úr öllum áttum. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna, úr röðum almennra netverja sem og Hollywood-stjarna, og myllumerkið #StopBullying varð vinsælt á Twitter. Sjá einnig: Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Strax sama dag og myndbandið fór í dreifingu hófu að birtast færslur á samfélagsmiðlum, þar sem Quaden var sagður hafa blekkt netheima. Hann væri í raun átján ára, vel efnuð Instagram-stjarna. Því til sönnunar var m.a. bent á myndir úr afmælisveislu, sem birtar höfðu verið á Instagram-reikningi Quadens, þar sem átján ára afmæli virtist fagnað. Quaden reyndist þó aðeins gestur í þeirri veislu, ekki afmælisbarnið. wtf is this ? hes 18? and an actor? #QuadenBayles pic.twitter.com/301MlLdTma— shanrrr (@shanohni) February 21, 2020 Fjölmiðlar og aðrir samfélagsmiðlanotendur afsönnuðu fljótt umræddar samsæriskenningar. Þannig var vísað í myndir á Facebook-síðu móður hans sem teknar voru árið 2011, þar sem sést vel að Quaden var aðeins nokkurra mánaða. Þá hefur einnig verið bent á ýmiss konar fjölmiðlaumfjöllun um Quaden í gegnum árin. Quaden var þannig sagður fjögurra ára þegar tekið var viðtal við hann á áströlsku sjónvarpsstöðinni Network 10 árið 2015. Það kemur heim og saman við aldur hans nú. “Don't believe everything you read on the internet” says the people who believe #QuadenBayles is 18 because of some Facebook post with no actual proof. Just search a bit deeper and you'll find the truth. Stop spreading lies. He's 9. pic.twitter.com/ovQezLvv4t— (@Trashnaldo) February 21, 2020 Quaden fékk í dag að leiða ruðningslið Indigenous All Stars inn á leikvanginn í leik liðsins gegn New Zealand Maoris. Leikmenn Indigenous All Stars voru einmitt á meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við hann í gær. Quaden virtist hæstánægður með hlutskipti sitt á leikvanginum í dag; hélt í hönd fyrirliðans á leið inn á völlinn og stillti sér upp á ljósmyndum með liðinu. Ástralía Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. 21. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Fjölmiðlar hafa í gær og í dag afsannað rætnar samsæriskenningar um aldur Quaden Bayles, níu ára þolanda eineltis sem hlotið hefur gríðarlegan stuðning eftir að myndband af honum fór eins og eldur í sinu um netheima. Móðir Quadens birti myndbandið á Facebook-síðu sinni í vikunni. Þar má heyra Quaden segja að hann vilji deyja sökum eineltis sem hann hefur þurft að þola um árabil. Quaden er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia), algengustu tegund dvergvaxtar. Eftir að myndbandið birtist fór Quaden að berast stuðningur úr öllum áttum. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna, úr röðum almennra netverja sem og Hollywood-stjarna, og myllumerkið #StopBullying varð vinsælt á Twitter. Sjá einnig: Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Strax sama dag og myndbandið fór í dreifingu hófu að birtast færslur á samfélagsmiðlum, þar sem Quaden var sagður hafa blekkt netheima. Hann væri í raun átján ára, vel efnuð Instagram-stjarna. Því til sönnunar var m.a. bent á myndir úr afmælisveislu, sem birtar höfðu verið á Instagram-reikningi Quadens, þar sem átján ára afmæli virtist fagnað. Quaden reyndist þó aðeins gestur í þeirri veislu, ekki afmælisbarnið. wtf is this ? hes 18? and an actor? #QuadenBayles pic.twitter.com/301MlLdTma— shanrrr (@shanohni) February 21, 2020 Fjölmiðlar og aðrir samfélagsmiðlanotendur afsönnuðu fljótt umræddar samsæriskenningar. Þannig var vísað í myndir á Facebook-síðu móður hans sem teknar voru árið 2011, þar sem sést vel að Quaden var aðeins nokkurra mánaða. Þá hefur einnig verið bent á ýmiss konar fjölmiðlaumfjöllun um Quaden í gegnum árin. Quaden var þannig sagður fjögurra ára þegar tekið var viðtal við hann á áströlsku sjónvarpsstöðinni Network 10 árið 2015. Það kemur heim og saman við aldur hans nú. “Don't believe everything you read on the internet” says the people who believe #QuadenBayles is 18 because of some Facebook post with no actual proof. Just search a bit deeper and you'll find the truth. Stop spreading lies. He's 9. pic.twitter.com/ovQezLvv4t— (@Trashnaldo) February 21, 2020 Quaden fékk í dag að leiða ruðningslið Indigenous All Stars inn á leikvanginn í leik liðsins gegn New Zealand Maoris. Leikmenn Indigenous All Stars voru einmitt á meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við hann í gær. Quaden virtist hæstánægður með hlutskipti sitt á leikvanginum í dag; hélt í hönd fyrirliðans á leið inn á völlinn og stillti sér upp á ljósmyndum með liðinu.
Ástralía Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. 21. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. 21. febrúar 2020 11:00