Erlent

Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis

Samúel Karl Ólason skrifar
Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter.
Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter.

Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. Yarraka Bayles birti myndbandið á Facebook eftir að sonur hennar varð fyrir einelti, eins og hefur ítrekað gerst áður. Hún hafði þá komið í skóla hins níu ára gamla Quaden Bales til að sækja hann.

Í myndbandinu, þar sem heyra má drenginn segja að hann vilji deyja, biðlar móðir hans til annarra barna og foreldra um að stöðva eineltið, sem hún segist ráðalaus gagnvart.

Fjölskylda Quaden býr í Queensland í Ástralíu og eru þau af ætt frumbyggja.

„Þetta er það sem einelti gerir,“ sagði hún. Hún ítrekaði að einhverskonar einelti gagnvart Quaden ætti sér stað á hverjum einasta degi.

„Viljið þið vinsamlegast fræða börnin ykkar, fjölskyldur og vini.“

Quaden Bayles er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia) sem er algengasta sjónarmynd dvergvaxtar.

Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter.

Meðal þeirra sem hafa sent Quaden kveðju er ástralski leikarinn Hugh Jackman.

Grínistinn Brad Williamsson, sem einnig er með brjóskkyrkingu, stofnaði til hópfjáröflunar svo fjölskylda Quaden gæti ferðast til Disney World. Á tiltölulega skömmum tíma hafði söfnunin aflað rúmlega 130 þúsund dölum.

Þá hefur Quaden verið boðið á æfingar stjörnuliðs innfæddra Ástrala í ruðningi og mun hann fylgja þeim út á völl í leik liðsins á laugardaginn.

Eric Trump, sonur forseta Bandaríkjanna, deili sögu Quaden til sinna fylgjenda á Twitter.

Hér má svo sjá frétt ABC News í Ástralíu um Quaden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×