Innlent

Hvernig Djúpivogur reis við á ný eftir kvótamissi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Séð yfir Djúpavog. Fjallið Búlandstindur til hægri.
Séð yfir Djúpavog. Fjallið Búlandstindur til hægri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Tilkynningin vorið 2014, um að fiskvinnslu Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, yrði hætt og fimmtíu störf flutt burt, var reiðarslag fyrir Djúpavog. Skilaboðin til starfsmanna þóttu nöturleg; ykkur býðst að flytja með kvótanum til Grindavíkur.

Á Djúpavogi neituðu menn hins vegar að gefast upp. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 verður fjallað um hvernig byggðin hefur verið að rísa á ný. Störfin í Búlandstindi eru raunar orðin fleiri en fyrir sex árum. Samstöðu heimamanna er meðal annars þakkað.

Frá sjókvíum Fiskeldis Austfjarða á Berufirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Fiskeldiskvíar á Berufirði eru tákn endurreisnarinnar. Laxeldi er orðin ný grunnstoð Djúpavogs.

Samtímis hefur ferðaþjónustan dafnað. Mögnuð umgjörð, með eitt formfegursta fjall landsins, og lífleg höfn, umgirt gömlum og snotrum húsum, gera staðinn að spennandi viðkomustað fyrir ferðamenn.

Þátturinn verður sýndur á Stöð 2 á mánudagskvöld kl. 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu:


Tengdar fréttir

Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi

Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.