Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 17:38 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvernig í ósköpunum eigum við að vita það hvort að við erum smituð og eigum að hafa samband við einhvern?“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. „Það er þó að minnsta kosti vitað að við getum gengið með þessa veiru, smitandi sem smitberar í allt að tvær vikur án þess að finna fyrir einkennum. Fyrirspurnin kemur líka ekki bara í kjölfarið á þessum skelfilegu fréttum sem eru að berast frá Norður-Ítalíu heldur bara af því að fara í IKEA í gær, heldur bara að vera innan um þúsundir manna og um leið og einhver hnerrar verður maður var við það að fólk hleypur bara í allar áttir,“ sagði Inga ennfremur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði meðal annars með því að fara yfir þær áætlanir og upplýsingar sem liggja fyrir frá hinu opinbera og sóttvarnarlækni og hvernig staðið er að upplýsingagjöf. Nú sé meðal annars unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir einangrun eða sóttkví fyrir einstaklinga sem ekki búa hér á landi. „Heilbrigðisstofnanir og viðbragðsaðilar hafa verið að vinna og fara yfir sínar viðbragðsáætlanir, fara yfir aðstöðu, hlífðar- og tækjabúnað þannig að það má segja að allir viðbragðsaðilar séu á tánum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að byggja á gagnreyndum aðferðum sem hafi gefist vel. Málið hafi meðal annars verið tekið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. „Þó að það hljómi nú heldur óspennandi að hvetja fólk til að þvo sér um hendurnar og vera ekki hóstandi í allar áttir í IKEA, eins og háttvirtur þingmaður lýsir hér, þá verðum við líka að horfa til þess hvað hefur gefist vel í þeim fyrri faröldrum sem hafa gengið yfir heimsbyggðina. Og þjóðir heims hafa reynt ýmsar aðferðir, til að mynda að byggja upp skimanir á alþjóðaflugvöllum og annað slíkt, sem ekki komu í veg fyrir útbreiðslu veirusýkinga,“ sagði Katrín. Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
„Ég velti fyrir mér hvernig í ósköpunum eigum við að vita það hvort að við erum smituð og eigum að hafa samband við einhvern?“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. „Það er þó að minnsta kosti vitað að við getum gengið með þessa veiru, smitandi sem smitberar í allt að tvær vikur án þess að finna fyrir einkennum. Fyrirspurnin kemur líka ekki bara í kjölfarið á þessum skelfilegu fréttum sem eru að berast frá Norður-Ítalíu heldur bara af því að fara í IKEA í gær, heldur bara að vera innan um þúsundir manna og um leið og einhver hnerrar verður maður var við það að fólk hleypur bara í allar áttir,“ sagði Inga ennfremur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði meðal annars með því að fara yfir þær áætlanir og upplýsingar sem liggja fyrir frá hinu opinbera og sóttvarnarlækni og hvernig staðið er að upplýsingagjöf. Nú sé meðal annars unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir einangrun eða sóttkví fyrir einstaklinga sem ekki búa hér á landi. „Heilbrigðisstofnanir og viðbragðsaðilar hafa verið að vinna og fara yfir sínar viðbragðsáætlanir, fara yfir aðstöðu, hlífðar- og tækjabúnað þannig að það má segja að allir viðbragðsaðilar séu á tánum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að byggja á gagnreyndum aðferðum sem hafi gefist vel. Málið hafi meðal annars verið tekið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. „Þó að það hljómi nú heldur óspennandi að hvetja fólk til að þvo sér um hendurnar og vera ekki hóstandi í allar áttir í IKEA, eins og háttvirtur þingmaður lýsir hér, þá verðum við líka að horfa til þess hvað hefur gefist vel í þeim fyrri faröldrum sem hafa gengið yfir heimsbyggðina. Og þjóðir heims hafa reynt ýmsar aðferðir, til að mynda að byggja upp skimanir á alþjóðaflugvöllum og annað slíkt, sem ekki komu í veg fyrir útbreiðslu veirusýkinga,“ sagði Katrín.
Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent