Enski boltinn

Gna­bry stráði salti í sárin hjá stuðnings­mönnum Chelsea á Twitter eftir leikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gnabry fór á kostum í gær.
Gnabry fór á kostum í gær. vísir/getty

Serge Gnabry, leikmaður Bayern Munchen, lét ekki nægja að skora tvö mörk gegn Chelsea í gær því hann fór einnig á Twitter og stráði salti í sárin hjá stuðningsmönnum Chelsea.

Gnabry skoraði tvö mörk er Bæjarar unnu 3-0 sigur á Brúnni í gær er liðin mættust í fyrri leik 16-liða úrslitanna í Meistaradeildinni. Einvíginu er þar með nánast lokið.

Klippa: Chelsea vs BayernGnabry hefur farið á kostum í þeim leikjum sem hann hefur spilað á Englandi á leiktíðinni en hann fór einnig illa með Tottenham fyrr á leiktíðinni.

Það er ljóst að honum líkar betur á Englandi nú en áður því hann lék með Arsenal frá árunum 2011 til 2016. Hann lék þó aðeins tíu leiki með liðinu áður en hann fór til Werder Bremen.

Hann ákvað þó að nudda stuðningsmönnum Chelsea enn meira upp úr tapinu því hann setti á Twitter-síðu sína eftir leikinn að „London væri enn rauð.“ Chelsea og Arsenal eru grannar og hafa stuðningsmenn liðanna löngum eldað grátt silfur.

Tengdar fréttir

Gnabry elskar að spila í London

Serge Gnabry, leikmaður Bayern München skoraði tvö mörk í kvöld er Bæjarar unnu Chelsea örugglega á Brúnni í Lundúnum. Þýðir það að Gnabry hefur nú skorað jafn mörg mörk í London á tímabilinu og Alexandre Lacazette, framherji Arsenal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.