Innlent

Svona var blaðamannafundurinn vegna kórónuveirunnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson fóru yfir stöðu mála á blaðamannafundinum.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson fóru yfir stöðu mála á blaðamannafundinum. Vísir/Vilhelm

Boðað var til blaðamannafundar vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fundurinn hófst klukkan 16:30 og var bæði í beinni útsendingu hér á Vísi sem og textalýsingu í vaktinni.

Fundurinn fór fram í húsakynnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð. Þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fjölluðu stuttlega um stöðu mála eins og hún blasir við í dag, þróun síðustu daga og hvaða áherslur séu til grundvallar í aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi.

Að því er segir í tilkynningu var tilefni fundarins fyrst og fremst að stuðla að góðri upplýsingagjöf til fjölmiðla og þar með til almennings. Verða slíkir fundir haldnir reglulega á meðan útbreiðsla veirunnar heldur áfram.

Upptöku af útsendingu Vísis má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og vaktin svo þar fyrir neðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.