Erlent

Hönnuður leiðar­korts neðan­jarðar­lesta New York fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Hönnun Michael Hertz á leiðarkorti neðanjarðarlestarkerfis New York var kynnt til sögunnar árið 1979 og hefur það nokkrum sinnum síðan verið uppfært. Meginútliti leiðarkerfisins hefur þó verið haldið við.
Hönnun Michael Hertz á leiðarkorti neðanjarðarlestarkerfis New York var kynnt til sögunnar árið 1979 og hefur það nokkrum sinnum síðan verið uppfært. Meginútliti leiðarkerfisins hefur þó verið haldið við. Getty

Michael Hertz, maðurinn sem hannaði leiðarkort neðanjarðarlestakerfis New York-borgar í Bandaríkjunum, er látinn, 87 ára að aldri.

Samgönguyfirvöld New York borgar leituðu til fyrirtækis Hertz á áttuda áratugnum til að fríska upp á og endurhanna leiðarkortið.

BBC segir frá því að á þeim tíma sem leitað var til Hertz og félaga hafi glæpaalda riðið yfir borgina og fjöldi þeirra sem nýttu sér neðanjarðarlestakerfis borgarinnar ekki verið lægri frá öðrum áratug síðustu aldar. Hafi ferðamenn kosið aðra fararmáta til að skoða helstu ferðamannastaði borgarinnar en neðanjarðarlestir.

Hertz og samstarfsmenn hans bættu við götum, endurbættu merkingar almenningsgarða og bættu við sveigjum á lestarleiðunum á leiðarkortinu. Allt í þeim tilgangi að bæta ásýnd neðarjarðarlestarkerfisins og gera það aðgengilegra.

Áður en Hertz hannaði leiðarkortið í New York hafði hann aðstoðað við hönnun sambærilegra leiðarkorta í Boston og höfuðborginni Washington D.C.

Hönnun Hertz á leiðarkorti neðanjarðarlestarkerfis New York var kynnt til sögunnar árið 1979 og hefur það nokkrum sinnum síðan verið uppfært. Meginútliti leiðarkerfisins hefur þó verið haldið við.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.