Fótbolti

Sjáðu mörkin sem Berglind Björg skoraði í fyrsta leiknum fyrir Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Berglind Björg fagnar með liðsfélögum sínum.
Berglind Björg fagnar með liðsfélögum sínum. vísir/getty

Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti sannkallaða draumabyrjun með AC Milan þegar liðið lagði Roma að velli í dag, 3-2. Berglind var í byrjunarliði Milan, lék allan leikinn og skoraði tvö mörk.

Roma komst í 2-0 en Berglind minnkaði muninn á 70. mínútu eftir hornspyrnu. Átta mínútum síðar jafnaði Refiloe Jane metin fyrir Milan þegar fyrirgjöf hennar fór yfir markvörð Roma og í netið.

Þegar mínúta var eftir kastaði Berglind sér fram og skallaði boltann í netið af stuttu færi og tryggði Milan stigin þrjú. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.



Breiðablik lánaði Berglindi til Milan fram á vor. Hún hefur orðið markadrottning Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö ár.

Tveir Íslendingar hafa skorað fyrir Milan; Berglind og Albert Guðmundsson. Sá síðarnefndi skoraði tvö mörk fyrir Milan í 14 deildarleikjum tímabilið 1948-49.

Maurizio Ganz, þjálfari Milan, faðmar Berglindi eftir leikinn.vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×