Berglind varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir AC Milan í næstum því 71 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 13:45 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar sigri AC Milan í dag þar sem hún skoraði tvö mörk. Til hægri er Albert Guðmundsson. Getty/Emilio Andreoli Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvívegis í endurkomusigri AC Milan á Roma í ítölsku kvennadeildinni og þar með náði hún því sem enginn Íslendingur hafði náð í 71 ár. Berglind Björg er fyrsti íslenski leikmaður AC Milan síðan að Albert Guðmundsson spilaði með liðinu tímabilið 1948 til 1949. Albert skoraði tvö mörk í fjórtán deildarleikjum þetta tímabil. Það fyrra kom í 3-0 sigri á Atlanta 3. október 1948 en það síðara kom í í 5-1 sigri AC Milan á Modena 3. apríl 1949. Í þessum sigri á Modena skoraði líka Svíinn Gunnar Nordahl en Renzo Burini var með þrennu í þeim leik. Í sigrinum á Atalanta voru hinir markaskorarar AC Milan þeir Pietro Degano og fyrirliðinn Giuseppe Antonini. Albert skoraði fyrsta mark AC Milan á 11. mínútu á móti Atlanta en á 76. mínútu á móti Modena þegar hann kom AC Milan í 5-1. Báðir leikirnir voru spilaðir á San Siro. Berglind Björg varð í dag fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora fyrir AC Milan síðan 3. apríl 1949 eða í 70 ár, 9 mánuði og 17 daga. Það voru samtals liðnir meira en 849 mánuðir eða með öðrum orðum 25 þúsund og 859 dagar síðan Íslendingur skoraði síðasta fyrir þennan risaklúbb. Albert Guðmundsson, sem var þarna 25 ára gamall, yfirgaf AC Milan eftir þetta eina tímabil þar sem liðið endaði í þriðja sæti deildarinnar. Hann fór þaðan til franska liðsins Racing Club Paris og endaði atvinnumannaferil sinn hjá Nice. Berglind hélt upp á 28 ára afmælið sitt fyrir tveimur dögum en hún er á láni hjá AC Milan frá Breiðabliki. Getty/Emilio Andreoli Ítalski boltinn Tengdar fréttir Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvívegis í endurkomusigri AC Milan á Roma í ítölsku kvennadeildinni og þar með náði hún því sem enginn Íslendingur hafði náð í 71 ár. Berglind Björg er fyrsti íslenski leikmaður AC Milan síðan að Albert Guðmundsson spilaði með liðinu tímabilið 1948 til 1949. Albert skoraði tvö mörk í fjórtán deildarleikjum þetta tímabil. Það fyrra kom í 3-0 sigri á Atlanta 3. október 1948 en það síðara kom í í 5-1 sigri AC Milan á Modena 3. apríl 1949. Í þessum sigri á Modena skoraði líka Svíinn Gunnar Nordahl en Renzo Burini var með þrennu í þeim leik. Í sigrinum á Atalanta voru hinir markaskorarar AC Milan þeir Pietro Degano og fyrirliðinn Giuseppe Antonini. Albert skoraði fyrsta mark AC Milan á 11. mínútu á móti Atlanta en á 76. mínútu á móti Modena þegar hann kom AC Milan í 5-1. Báðir leikirnir voru spilaðir á San Siro. Berglind Björg varð í dag fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora fyrir AC Milan síðan 3. apríl 1949 eða í 70 ár, 9 mánuði og 17 daga. Það voru samtals liðnir meira en 849 mánuðir eða með öðrum orðum 25 þúsund og 859 dagar síðan Íslendingur skoraði síðasta fyrir þennan risaklúbb. Albert Guðmundsson, sem var þarna 25 ára gamall, yfirgaf AC Milan eftir þetta eina tímabil þar sem liðið endaði í þriðja sæti deildarinnar. Hann fór þaðan til franska liðsins Racing Club Paris og endaði atvinnumannaferil sinn hjá Nice. Berglind hélt upp á 28 ára afmælið sitt fyrir tveimur dögum en hún er á láni hjá AC Milan frá Breiðabliki. Getty/Emilio Andreoli
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25