Berglind varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir AC Milan í næstum því 71 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 13:45 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar sigri AC Milan í dag þar sem hún skoraði tvö mörk. Til hægri er Albert Guðmundsson. Getty/Emilio Andreoli Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvívegis í endurkomusigri AC Milan á Roma í ítölsku kvennadeildinni og þar með náði hún því sem enginn Íslendingur hafði náð í 71 ár. Berglind Björg er fyrsti íslenski leikmaður AC Milan síðan að Albert Guðmundsson spilaði með liðinu tímabilið 1948 til 1949. Albert skoraði tvö mörk í fjórtán deildarleikjum þetta tímabil. Það fyrra kom í 3-0 sigri á Atlanta 3. október 1948 en það síðara kom í í 5-1 sigri AC Milan á Modena 3. apríl 1949. Í þessum sigri á Modena skoraði líka Svíinn Gunnar Nordahl en Renzo Burini var með þrennu í þeim leik. Í sigrinum á Atalanta voru hinir markaskorarar AC Milan þeir Pietro Degano og fyrirliðinn Giuseppe Antonini. Albert skoraði fyrsta mark AC Milan á 11. mínútu á móti Atlanta en á 76. mínútu á móti Modena þegar hann kom AC Milan í 5-1. Báðir leikirnir voru spilaðir á San Siro. Berglind Björg varð í dag fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora fyrir AC Milan síðan 3. apríl 1949 eða í 70 ár, 9 mánuði og 17 daga. Það voru samtals liðnir meira en 849 mánuðir eða með öðrum orðum 25 þúsund og 859 dagar síðan Íslendingur skoraði síðasta fyrir þennan risaklúbb. Albert Guðmundsson, sem var þarna 25 ára gamall, yfirgaf AC Milan eftir þetta eina tímabil þar sem liðið endaði í þriðja sæti deildarinnar. Hann fór þaðan til franska liðsins Racing Club Paris og endaði atvinnumannaferil sinn hjá Nice. Berglind hélt upp á 28 ára afmælið sitt fyrir tveimur dögum en hún er á láni hjá AC Milan frá Breiðabliki. Getty/Emilio Andreoli Ítalski boltinn Tengdar fréttir Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvívegis í endurkomusigri AC Milan á Roma í ítölsku kvennadeildinni og þar með náði hún því sem enginn Íslendingur hafði náð í 71 ár. Berglind Björg er fyrsti íslenski leikmaður AC Milan síðan að Albert Guðmundsson spilaði með liðinu tímabilið 1948 til 1949. Albert skoraði tvö mörk í fjórtán deildarleikjum þetta tímabil. Það fyrra kom í 3-0 sigri á Atlanta 3. október 1948 en það síðara kom í í 5-1 sigri AC Milan á Modena 3. apríl 1949. Í þessum sigri á Modena skoraði líka Svíinn Gunnar Nordahl en Renzo Burini var með þrennu í þeim leik. Í sigrinum á Atalanta voru hinir markaskorarar AC Milan þeir Pietro Degano og fyrirliðinn Giuseppe Antonini. Albert skoraði fyrsta mark AC Milan á 11. mínútu á móti Atlanta en á 76. mínútu á móti Modena þegar hann kom AC Milan í 5-1. Báðir leikirnir voru spilaðir á San Siro. Berglind Björg varð í dag fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora fyrir AC Milan síðan 3. apríl 1949 eða í 70 ár, 9 mánuði og 17 daga. Það voru samtals liðnir meira en 849 mánuðir eða með öðrum orðum 25 þúsund og 859 dagar síðan Íslendingur skoraði síðasta fyrir þennan risaklúbb. Albert Guðmundsson, sem var þarna 25 ára gamall, yfirgaf AC Milan eftir þetta eina tímabil þar sem liðið endaði í þriðja sæti deildarinnar. Hann fór þaðan til franska liðsins Racing Club Paris og endaði atvinnumannaferil sinn hjá Nice. Berglind hélt upp á 28 ára afmælið sitt fyrir tveimur dögum en hún er á láni hjá AC Milan frá Breiðabliki. Getty/Emilio Andreoli
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25