Um tuttugu manns í sóttkví hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 16:10 Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri almannavarnadeildar RLS, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Margrét Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu á fundinum í dag. vísir/egill Um tuttugu manns eru í fjórtán daga sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi sem haldinn var síðdegis í dag til að fara yfir stöðu mála vegna veirunnar. Greint hafði verið frá því fyrr í vikunni að tveir einstaklingar væru í sóttkví á Egilsstöðum eftir að hafa komið heim úr skíðaferð til Cortina á Ítalíu. Cortina er í Venotó-héraði sem er eitt fjögurra héraða á Norður-Ítalíu þar sem talin er vera mikil smitáhætta. Auk þeirra tveggja á Egilsstöðum voru tólf Íslendingar til viðbótar í ferðinni til Cortina. Sóttvarnalæknir setti sig í samband við þá og beindi þeim tilmælum til þeirra að fara í sóttkví. Þá eru einhverjir til viðbótar við þessa fjórtán í sóttkví að sögn Þórólfs og talan um tuttugu manns. Þá séu yfirvöld komin með betra kerfi til þess að halda miðlægt utan um það hversu margir eru í sóttkví á hverjum tíma. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Áður hafði verið sagt frá því í fjölmiðlum að annars vegar fjölskylda sem kom frá Peking hafi farið í fjórtán daga sóttkví og hins vegar fjölskylda sem kom frá Wuhan í Kína þar sem veiran á uppruna sinn, þótt staðfest hafi verið að ekkert þeirra væri smitað. Um svokallaða heimasóttkví er að ræða og er úrræðið frekar íþyngjandi miðað við þær leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út. Þannig á einstaklingur í sóttkví að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Um tuttugu manns eru í fjórtán daga sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi sem haldinn var síðdegis í dag til að fara yfir stöðu mála vegna veirunnar. Greint hafði verið frá því fyrr í vikunni að tveir einstaklingar væru í sóttkví á Egilsstöðum eftir að hafa komið heim úr skíðaferð til Cortina á Ítalíu. Cortina er í Venotó-héraði sem er eitt fjögurra héraða á Norður-Ítalíu þar sem talin er vera mikil smitáhætta. Auk þeirra tveggja á Egilsstöðum voru tólf Íslendingar til viðbótar í ferðinni til Cortina. Sóttvarnalæknir setti sig í samband við þá og beindi þeim tilmælum til þeirra að fara í sóttkví. Þá eru einhverjir til viðbótar við þessa fjórtán í sóttkví að sögn Þórólfs og talan um tuttugu manns. Þá séu yfirvöld komin með betra kerfi til þess að halda miðlægt utan um það hversu margir eru í sóttkví á hverjum tíma. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Áður hafði verið sagt frá því í fjölmiðlum að annars vegar fjölskylda sem kom frá Peking hafi farið í fjórtán daga sóttkví og hins vegar fjölskylda sem kom frá Wuhan í Kína þar sem veiran á uppruna sinn, þótt staðfest hafi verið að ekkert þeirra væri smitað. Um svokallaða heimasóttkví er að ræða og er úrræðið frekar íþyngjandi miðað við þær leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út. Þannig á einstaklingur í sóttkví að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22
Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34