Sportpakkinn: „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2020 18:45 Birkir Bjarnason segist spenntur fyrir leik Íslendinga og Rúmena 26. mars í umspili um sæti á EM í sumar. Hann yfirgaf Aston Villa síðasta sumar og eftir skamma dvöl hjá Al Arabi í Katar gerði hann í janúar eins og hálfs árs samning við Brescia á Ítalíu. Brescia er í næst neðsta sæti og hefur aðeins unnið fjóra leiki á leiktíðinni. Á liðið möguleika á að halda sér í deildinni? „Já. Við erum búnir að vera spila mjög vel þó að úrslitin hafi ekki verið þau bestu. Það er eitthvað sem við verðum að vinna í. Við erum með mjög gott lið og höfum verið að spila erfiða leiki að undanförnu en við verðum að fara taka stig og síðan kemur það í ljós. Það er enn mikið eftir,“ sagði Birkir. Birkir, sem er búinn að spila 84 landsleiki og skora í þeim 13 mörk, er þýðingarmikill hlekkur í landsliðinu og þess vegna eru það góð tíðindi að hann sé að spila reglulega í ítölsku úrvalsdeildinni. „Ég var hálf meiddur þegar ég kom fyrst og var að vinna í því en ég er að komast í gott form og byrjaður að spila. Mér líður mjög vel og mér líst mjög vel á stöðuna.“ Um síðustu helgi var fjórum leikjum í úrvalsdeildinni frestað vegna kórónuveirunnar en leikur Brescia og Napolí fór fram og um helgina sækir Brescia, Sassuolo heim. Eins og staðan er núna verða engir áhorfendur á vellinum. „Þetta byrjaði mest fyrir utan okkar svæði en ég held að þetta sé eitthvað komið inn í okkar bæ líka. Hversu mikið veit ég ekki en Ítalarnir taka þessu mjög alvarlega.“ „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega og reynir að lifa sínu lífi. Svo gerist það sem gerist en maður passar að þvo á sér hendurnar.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan. EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30 Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00 Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09 Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Sjá meira
Birkir Bjarnason segist spenntur fyrir leik Íslendinga og Rúmena 26. mars í umspili um sæti á EM í sumar. Hann yfirgaf Aston Villa síðasta sumar og eftir skamma dvöl hjá Al Arabi í Katar gerði hann í janúar eins og hálfs árs samning við Brescia á Ítalíu. Brescia er í næst neðsta sæti og hefur aðeins unnið fjóra leiki á leiktíðinni. Á liðið möguleika á að halda sér í deildinni? „Já. Við erum búnir að vera spila mjög vel þó að úrslitin hafi ekki verið þau bestu. Það er eitthvað sem við verðum að vinna í. Við erum með mjög gott lið og höfum verið að spila erfiða leiki að undanförnu en við verðum að fara taka stig og síðan kemur það í ljós. Það er enn mikið eftir,“ sagði Birkir. Birkir, sem er búinn að spila 84 landsleiki og skora í þeim 13 mörk, er þýðingarmikill hlekkur í landsliðinu og þess vegna eru það góð tíðindi að hann sé að spila reglulega í ítölsku úrvalsdeildinni. „Ég var hálf meiddur þegar ég kom fyrst og var að vinna í því en ég er að komast í gott form og byrjaður að spila. Mér líður mjög vel og mér líst mjög vel á stöðuna.“ Um síðustu helgi var fjórum leikjum í úrvalsdeildinni frestað vegna kórónuveirunnar en leikur Brescia og Napolí fór fram og um helgina sækir Brescia, Sassuolo heim. Eins og staðan er núna verða engir áhorfendur á vellinum. „Þetta byrjaði mest fyrir utan okkar svæði en ég held að þetta sé eitthvað komið inn í okkar bæ líka. Hversu mikið veit ég ekki en Ítalarnir taka þessu mjög alvarlega.“ „Íslendingurinn í manni tekur þessu rólega og reynir að lifa sínu lífi. Svo gerist það sem gerist en maður passar að þvo á sér hendurnar.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30 Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00 Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09 Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Sjá meira
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32
Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30
Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. 27. febrúar 2020 15:00
Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09
Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30