Fótbolti

Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það verður tómlegt um að litast á San Siro á fimmtudagskvöldið þegar Inter tekur á móti Ludogorets í Evrópudeildinni.
Það verður tómlegt um að litast á San Siro á fimmtudagskvöldið þegar Inter tekur á móti Ludogorets í Evrópudeildinni. vísir/getty

Næstu tveir leikir Inter fara fram fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar COVID-19. Guðjón Guðmundsson kynnti sér málið.

Útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft mikil áhrif á daglegt líf á Ítalíu, m.a. á íþróttaviðburði.

Sjö hafa látist af völdum veirunnar og um 50.000 manns hafa verið settir í farbann í bæjum og borgum þar sem veiran hefur greinst.

Toppslagur Juventus og Inter á sunnudaginn fer fram fyrir luktum dyrum vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar. Juventus er á toppi deildarinnar með 60 stig, sex stigum á undan Inter sem er í 3. sætinu. Inter á leik til góða á Juventus en leik liðsins við Sampdoria um helgina var frestað.

Seinni leikur Inter og Ludogorets frá Búlgaríu í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn fer einnig fram fyrir luktum dyrum.

Það verður því ansi tómlegt um litast á hinum sögufræga San Siro sem tekur 80.000 manns í sæti.

Inter er í góðri stöðu eftir 0-2 sigur í fyrri leiknum í Búlgaríu. Christian Eriksen og Romelu Lukaku skoruðu mörk ítalska liðsins.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Útbreiðsla kórónaveirunnar hefur áhrif á fótboltaleiki á Ítalíu

 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.