Erlent

Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hin níræða Leah Tsiga býr ein og reynir sjálf að afla sér matar.
Hin níræða Leah Tsiga býr ein og reynir sjálf að afla sér matar. Vísir/AP

Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi.

Miklir þurrkar hafa verið í Simbabve undanfarna mánuði, þeir verstu í áratugaraðir, og uppskera undanfarinna missera töluvert minni en vonast var til. Verðbólgan í landinu hefur þar að auki lengi verið hamfarakennd. Þessir þættir, og fleiri, hafa leitt til mikillar neyðar í landinu og vinnur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna með félagasamtökunum World Vision að því að aðstoða sem flesta.

„Við reynum nú að koma mat til viðkvæmustu hópanna. Til dæmis hinna öldruðu sem geta líklegast ekki aflað sér matar sjálf,“ sagði Never Chituwu hjá World Vision við AP.

Matvælaáætlunin telur að loftslagsbreytingar spili stórt hlutverk í þessu öllu saman. „Á meðan áhrif loftslagsbreytinga eru að verða meiri erum við að sjá skýr áhrif í Simbabve og öllum suðurhluta Afríku,“ sagði Claire Neville hjá Matvælaáætluninni.

Vonast er til þess að uppskera aprílmánaðar dugi til þess að seðja sárasta hungrið en það er ekkert öruggt í þeim efnum.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.