Hæsta hættustigi lýst yfir á heimsvísu vegna kórónuveirunnar Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 22:27 Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus. Vísir/Getty Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að hættustig vegna kórónuveirunnar væri komið á hæsta stig. Útbreiðsla veirunnar væri orðin mikil en enn væri hægt að ná að hefta hana ef smitkeðjan yrði rofin. Þetta kemur fram á vef BBC en tilfelli hafa nú greinst í fimmtíu löndum, þar á meðal hér á landi í dag. Þá var einnig greint frá fyrstu tilfellum í Nígeríu, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Hvíta-Rússlandi og Hollandi í dag. Sjá einnig: Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í dag að hægt væri að greina flest tilfelli og það væri ekkert sem benti til þess að hún væri að dreifast „frjálslega innan samfélaga“. Stærstu áskoranirnar að svo stöddu væru ótti og rangar upplýsingar um veiruna sjálfa. Yfir áttatíu þúsund hafa smitast og um það bil 2.800 hafa látist vegna veirunnar. Flest dauðsföllin eru innan Hubei-héraðsins í Kína. Dr. Mike Ryan, yfirmaður bráðadeildar stofnunarinnar, sagði hættustigið vera til þess fallið að ítreka alvarleika málsins. Ríkisstjórnir um allan heim ættu að bregðast við og vera tilbúinn til þess að takast á við veiruna þar sem mörg heilbrigðiskerfi væru ekki búin undir álagið. „Þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart borgurum ykkar, þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart heiminum öllum og vera tilbúin,“ sagði Ryan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit staðfest á Nýja-Sjálandi, Litháen og Hvíta-Rússlandi Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu og hefur nú náð til fimmtíu landa. 28. febrúar 2020 08:33 Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að hættustig vegna kórónuveirunnar væri komið á hæsta stig. Útbreiðsla veirunnar væri orðin mikil en enn væri hægt að ná að hefta hana ef smitkeðjan yrði rofin. Þetta kemur fram á vef BBC en tilfelli hafa nú greinst í fimmtíu löndum, þar á meðal hér á landi í dag. Þá var einnig greint frá fyrstu tilfellum í Nígeríu, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Hvíta-Rússlandi og Hollandi í dag. Sjá einnig: Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í dag að hægt væri að greina flest tilfelli og það væri ekkert sem benti til þess að hún væri að dreifast „frjálslega innan samfélaga“. Stærstu áskoranirnar að svo stöddu væru ótti og rangar upplýsingar um veiruna sjálfa. Yfir áttatíu þúsund hafa smitast og um það bil 2.800 hafa látist vegna veirunnar. Flest dauðsföllin eru innan Hubei-héraðsins í Kína. Dr. Mike Ryan, yfirmaður bráðadeildar stofnunarinnar, sagði hættustigið vera til þess fallið að ítreka alvarleika málsins. Ríkisstjórnir um allan heim ættu að bregðast við og vera tilbúinn til þess að takast á við veiruna þar sem mörg heilbrigðiskerfi væru ekki búin undir álagið. „Þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart borgurum ykkar, þið þurfið að uppfylla skyldur ykkar gagnvart heiminum öllum og vera tilbúin,“ sagði Ryan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit staðfest á Nýja-Sjálandi, Litháen og Hvíta-Rússlandi Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu og hefur nú náð til fimmtíu landa. 28. febrúar 2020 08:33 Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Kórónuveirusmit staðfest á Nýja-Sjálandi, Litháen og Hvíta-Rússlandi Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu og hefur nú náð til fimmtíu landa. 28. febrúar 2020 08:33
Kínverjar segjast tilbúnir til samstarfs vegna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld eru tilbúin til þess að vinna með Íslendingum gegn nýju kórónuveirunni. Þetta segir sendiherra Kína, en hann bauð til fundar um stöðuna í kínverska sendiráðinu í dag. 28. febrúar 2020 20:30
Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25
Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. 28. febrúar 2020 17:30