Viðbúnaður í Leifsstöð þegar vél Icelandair kom frá Ítalíu Eiður Þór Árnason skrifar 29. febrúar 2020 22:45 Sérstakur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu lenti á sjötta tímanum í dag. Kórónuveiran margumtalaða hefur náð mikilli útbreiðslu í norðurhluta Ítalíu og verður þeim Íslendingum sem dvalið hafa á skilgreindum áhættusvæðum þar í landi gert að fara í sóttkví. Þar er um er að ræða ítölsku héruðin Lombardía, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte en borgin Veróna er staðsett í Venetó-héraði. Þeir farþegar vélarinnar sem hafa ekki dvalið á umræddum svæðum eru einungis hvattir til þess að gæta að almennu hreinlæti. Greint var frá því í kvöld að tveir farþegar vélarinnar hafi verið sendir í sóttkví eftir að þeir sýndu flensueinkenni. Þegar vélin lenti á Keflavíkurflugvelli í dag var henni keyrt beint á austurenda flugplansins og farþegunum gert að fara þar úr vélinni í stað þess að fara í gegnum hefðbundinn landgang. Mikil hundslappadrífa tók á móti hópnum og voru farþegar leiddir upp í nokkrar rútur sem fluttu þá beint upp að flugstöðinni. Þar fór hópurinn inn um sérstakan inngang sem leiddi þau beint í töskumóttökuna. Hjúkrunarfræðingar tóku þar á móti farþegunum, búnir handspritti, bæklingum og ráðleggingum. Rætt var við nokkra farþega vélarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og má sjá viðtölin í klippunni hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. 29. febrúar 2020 19:35 Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01 Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45 Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. 29. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Sérstakur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu lenti á sjötta tímanum í dag. Kórónuveiran margumtalaða hefur náð mikilli útbreiðslu í norðurhluta Ítalíu og verður þeim Íslendingum sem dvalið hafa á skilgreindum áhættusvæðum þar í landi gert að fara í sóttkví. Þar er um er að ræða ítölsku héruðin Lombardía, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte en borgin Veróna er staðsett í Venetó-héraði. Þeir farþegar vélarinnar sem hafa ekki dvalið á umræddum svæðum eru einungis hvattir til þess að gæta að almennu hreinlæti. Greint var frá því í kvöld að tveir farþegar vélarinnar hafi verið sendir í sóttkví eftir að þeir sýndu flensueinkenni. Þegar vélin lenti á Keflavíkurflugvelli í dag var henni keyrt beint á austurenda flugplansins og farþegunum gert að fara þar úr vélinni í stað þess að fara í gegnum hefðbundinn landgang. Mikil hundslappadrífa tók á móti hópnum og voru farþegar leiddir upp í nokkrar rútur sem fluttu þá beint upp að flugstöðinni. Þar fór hópurinn inn um sérstakan inngang sem leiddi þau beint í töskumóttökuna. Hjúkrunarfræðingar tóku þar á móti farþegunum, búnir handspritti, bæklingum og ráðleggingum. Rætt var við nokkra farþega vélarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og má sjá viðtölin í klippunni hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. 29. febrúar 2020 19:35 Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01 Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45 Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. 29. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. 29. febrúar 2020 19:35
Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01
Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45
Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15
Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. 29. febrúar 2020 19:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent