Áhyggjufull og minna á mikilvægi þess að reglum um sóttkví sé fylgt á Ísafirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2020 19:00 Aðstandendur langveikra barna eru áhyggjufullir um stöðu mála. Vísir/Sammi Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. Fólkið var á skíðum á Ítalíu og fóru tveir í einangrun en sýni hjá báðum reyndust neikvæð. Sjö eru í sóttkví sem stendur í bænum. Foreldrar langveiks barns voru meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af því að ekki væri farið að ráðleggingum sóttvarnalæknis varðandi sóttkví. Vöktu þau athygli á áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum þar sem fleiri aðstandendur langveikra barna tóku undir áhyggjurnar. Foreldrarnir vildu ekki ræða málið við Vísi og greinilegt að málið er nokkuð viðkvæmt í bænum. Segjast fá misvísandi skilaboð Fleiri hafa vakið athygli og hvatt fólk til að fara eftir leiðbeiningum og sinna samfélagsskyldu. Sóttkví sé til að verja aðra, ekki sjálfa sig. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma virðist viðkvæmara en aðrir fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum Vísis segjast sumir þeirra sem eru í sóttkví fara í einu og öllu eftir ráðleggingum og tóku athugasemdunum því ekki vel. Einhverjir hafa þó borið fyrir sig að hafa fengið misvísandi skilaboð um hvernig standa eigi að sóttkví. Ítarlegar leiðbeiningar um heimasóttkví er að finna á heimasíðu Landlæknis en um er að ræða nokkuð íþyngjandi úrræði. Sóttkví stendur yfir í fjórtán daga frá síðustu mögulegu smitun. Einstaklingur í sóttkví á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða. Göngutúr í lagi en halda sig frá fólki Þá má hann fara út á svalir eða í garð á heimili sínu en halda sig í 1-2 metra fjarlægð frá öðru fólki þar. Þá má hann fara í gönguferðir en halda sig í sömu fjarlægð frá fólki. Fólk á sama heimili sem var útsett fyrir sama smiti má vera saman í sóttkví. Hins vegar er æskilegt að aðilar á heimilinu sem hafa ekki verið útsettir fyrir smiti séu ekki á sama stað og þeir sem eru í sóttkví. Ef hjá því verður ekki komist á að koma í veg fyrir snertingu svo sem að sá í sóttkví noti sér baðherbergi og sofi í öðru herbergi. Ef sá sem er í sóttkví veikist þá þurfa hinir á heimilinu líka að fara í sóttkví. Hér má lesa ítarlegar leiðbeiningar varðandi heimasóttkví. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Nokkur reiði hefur blossað upp á Ísafirði í kjölfar þess að vakin var athygli á því á samfélagsmiðlum að einstaklingar í bænum sem væru í sóttkví hefðu ekki allir farið að fyrirmælum sóttvarnalæknis. Fólkið var á skíðum á Ítalíu og fóru tveir í einangrun en sýni hjá báðum reyndust neikvæð. Sjö eru í sóttkví sem stendur í bænum. Foreldrar langveiks barns voru meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af því að ekki væri farið að ráðleggingum sóttvarnalæknis varðandi sóttkví. Vöktu þau athygli á áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum þar sem fleiri aðstandendur langveikra barna tóku undir áhyggjurnar. Foreldrarnir vildu ekki ræða málið við Vísi og greinilegt að málið er nokkuð viðkvæmt í bænum. Segjast fá misvísandi skilaboð Fleiri hafa vakið athygli og hvatt fólk til að fara eftir leiðbeiningum og sinna samfélagsskyldu. Sóttkví sé til að verja aðra, ekki sjálfa sig. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma virðist viðkvæmara en aðrir fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum Vísis segjast sumir þeirra sem eru í sóttkví fara í einu og öllu eftir ráðleggingum og tóku athugasemdunum því ekki vel. Einhverjir hafa þó borið fyrir sig að hafa fengið misvísandi skilaboð um hvernig standa eigi að sóttkví. Ítarlegar leiðbeiningar um heimasóttkví er að finna á heimasíðu Landlæknis en um er að ræða nokkuð íþyngjandi úrræði. Sóttkví stendur yfir í fjórtán daga frá síðustu mögulegu smitun. Einstaklingur í sóttkví á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða. Göngutúr í lagi en halda sig frá fólki Þá má hann fara út á svalir eða í garð á heimili sínu en halda sig í 1-2 metra fjarlægð frá öðru fólki þar. Þá má hann fara í gönguferðir en halda sig í sömu fjarlægð frá fólki. Fólk á sama heimili sem var útsett fyrir sama smiti má vera saman í sóttkví. Hins vegar er æskilegt að aðilar á heimilinu sem hafa ekki verið útsettir fyrir smiti séu ekki á sama stað og þeir sem eru í sóttkví. Ef hjá því verður ekki komist á að koma í veg fyrir snertingu svo sem að sá í sóttkví noti sér baðherbergi og sofi í öðru herbergi. Ef sá sem er í sóttkví veikist þá þurfa hinir á heimilinu líka að fara í sóttkví. Hér má lesa ítarlegar leiðbeiningar varðandi heimasóttkví.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Tvö sýni reyndust neikvæð á Ísafirði Fimm einstaklingar eru í sóttkví á Ísafirði og voru tveir settir í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Sýni úr báðum reyndust neikvæð og hefur þeim verið sleppt úr einangrun. 27. febrúar 2020 19:27
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent