Enski boltinn

Ginola segir að Keegan hafi stungið sig í bakið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keegan og Ginola á góðri stundu.
Keegan og Ginola á góðri stundu. vísir/getty

David Ginola segir að Kevin Keegan hafi svikið sig þegar hann leyfði honum ekki að fara til Barcelona sumarið 1996.

Barcelona reyndi tvisvar að fá Ginola, fyrst 1995 þegar hann fór til Newcastle United og svo ári seinna. Keegan vildi hins vegar ekki selja Frakkann.

„Þegar ég var í sumarfríi í Frakklandi eftir tímabilið fékk ég símtal frá Sir Bobby Robson sem sagði að Barcelona myndi bjóða í mig,“ sagði Ginola við The Athletic.

„Þeir buðu fyrst sex milljónir punda og svo tólf milljónir. Keegan hringdi síðan í mig og sagði að það breytti engu hversu mikið Barcelona myndi bjóða, Newcastle myndi ekki sleppa honum.“

Ginola var svekktur út í Keegan sem hætti svo óvænt sem knattspyrnustjóri Newcastle í janúar 1997.

„Ég sagði við að hann yrði að leyfa mér að fara því þetta væri mitt síðasta tækifæri til að spila fyrir Barcelona, félag sem berst um titla á hverju einasta ári,“ sagði Ginola.

„Þetta var ekki virðingarleysi við Newcastle en ferilinn er svo stuttur. Og þegar Keegan yfirgaf Newcastle yfirgaf hann mig líka. Mér leið eins og ég hafi verið stunginn í bakið.“

Ginola fór Tottenham sumarið 1997 þar sem hann lék í þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×