Innlent

Jón Atli áfram rektor næstu fimm árin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jón Atli hefur gegnt embætti rektors síðan 2015.
Jón Atli hefur gegnt embætti rektors síðan 2015. Kristinn Ingvarsson

Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og núverandi rektor Háskóla Íslands, mun gegna embættinu áfram til næstu fimm ára.

Í tilkynningu á vef HÍ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hafi afhent honum skipunarbréf þessa efnis á dögunum,

að fenginni
tillögu háskólaráðs skólans.

Jón Atli var eini umsækjandinn um embættið þegar það var auglýst laust til umsóknar í desember. Jón Atli var kjörinn rektor Háskóla Íslands vorið 2015 og tók formlega við embætti þann 1. júlí það ár.

Hann mun nú gegna embættinu til næstu fimm ára.

Jón Atli er 29. rektorinn sem gegnir embættinu frá því að Háskólinn var stofnaður árið 1911. Jón Atli lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands 1984, M.S.E.E. prófi frá Purdue-háskóla í Bandaríkjunum 1987 og doktorsprófi í rafmagnsverkfræði 1990 frá sama skóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×