Fótbolti

Talið að Hazard spili gegn Celta Vigo

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hazard í 2-2 jafnteflinu gegn PSG.
Hazard í 2-2 jafnteflinu gegn PSG. Vísir/Getty

Talið er að Eden Hazard verði í leikmannahópi Real Madrid sem mætir Celta Vigo um næstu helgi. 

Hazard var keyptur fyrir fúlgur fjár í sumar frá Chelsea en hefur ekki staðið undir væntingum. Hann mætti of þungur til æfinga í haust og þá hefur hann verið að glíma við meiðsli á ökkla undanfarna tvo og hálfan mánuð. Hazard lék síðast í treyju Real þann 26. nóvember 2019 er liðið gerði 2-2 jafntefli við Paris Saint-Germain á Santiago Bernabeu vellinum í Madríd.

Spænski miðillinn Marca greinir frá þessu en talið er að Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, velji Hazard í leikmannahóp sinn fyrir leikinn gegn Celta Vigo en ólíklegt er að hann verði í byrjunarliði liðsins.

Hazard hefur æft frá 30. janúar en Zidane hefur ekki viljað taka neina óþarfa áhættu þar sem fram undan eru stórleikir gegn Manchester City, í Meistaradeild Evrópu, og Barcelona heima fyrir.

Hazard hefur alls leikið átta deildarleiki fyrir Real Madrid í vetur, í þeim hefur hann skorað eitt mark og lagt upp annað.

Leikur Real Madrid og Celta Vigo er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 þann 16. nóvember. Leikirnir gegn Manchester City og Barcelona verða að sjálfsögðu einnig í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport.


Tengdar fréttir

Hazard missir af El Clásico

Eden Hazard verður ekki með Real Madrid í leiknum gegn Barcelona, El Clasico, síðar í mánuðinum vegna ökklameiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×