Fótbolti

Hazard missir af El Clásico

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hazard liggur óvígur eftir.
Hazard liggur óvígur eftir. vísir/getty

Eden Hazard verður ekki með Real Madrid í leiknum gegn Barcelona, El Clásico, síðar í mánuðinum vegna ökklameiðsla.

Hazard gekk í raðir Real fyrir 130 milljónir punda frá Chelsea í sumar en hann er talinn vera frá í fjórar vikur vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn PSG í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Real vonast eftir því að hinn belgíski Hazard verði aftur klár í slaginn er liðið mætir Valencia í undanúrslitaleik Supercopa þann 8. janúar.

Hazard er ekki eini leikmaðurinn sem á í hættu að missa af stórleiknum en vinstri bakvörðurinn Marcelo á einnig í hættu að missa af leiknum.

Real og Barcelona eru jöfn á toppi deildarinnar, bæði með átján stig, en liðin mætast 18. desember í Barcelona.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.