Bashir verður sendur til Haag Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2020 15:53 Omar al-Bashir stjórnaði Súdan með harðri hendi um árabil. Vísir/AP Embættismenn í Súdan segja að Omar al-Bashir og aðrir fyrrverandi embættismenn í ríkisstjórn hans, verði framseldir til Alþjóðlega sakadómstólsins (ICC). Bashir hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna fjöldamorða og ódæði í Darfur. Honum var velt úr sessi af hernum eftir umfangsmikil mótmæli í fyrra og hefur setið í fangelsi síðan. Minnst 300 þúsund manns dóu í átökunum í Darfur árið 2003. Um 2,5 milljónir manna þurftu að yfirgefa heimili sín. Ekki liggur fyrir hvenær Bashir verður sendur til Haag en starfsstjórn Súdan á eftir að skrifa undir Rómarsamþykktina um stofnun dómstólsins áður en hægt er verður að framselja forsetann fyrrverandi og aðra. Ákvörðunin var tekin í tengslum við friðarviðræður starfsstjórnarinnar við uppreisnarmenn í Darfur „Réttlæti verður ekki náð ef við græðum ekki gömul sár,“ sagði Hassan Eltaish, talsmaður stjórnarinnar. „Við samþykktum að allir þeir sem eiga handtökuskipun yfir höfði sér verði sendir fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólinn.“ Hann nefndi Bashir ekki sérstaklega á nafn en hann var ákærður árið 2009. Bashir náði völdum í Súdan árið 1989 og stjórnaði ríkinu með harðri hendi. Hann var fyrsti maðurinn til að vera ákærður af ICC fyrir þjóðarmorð. Auk hans voru tveir aðrir háttsettir meðlimir í ríkisstjórn hans ákærðir. Abdeil-Rahim Muhammad Hussein, sem var innanríkis- og varnarmálaráðherra Súdan, og Ahmed Haroun, sem var háttsettur meðal öryggissveita Súdan. Bashir var um langt skeið talinn táknmynd vanmáttar Alþjóðlega sakamáladómstólsins þar sem hann ferðaðist víða um heim og var ekki handtekinn, þrátt fyrir að fara til landa sem eru aðilar að Rómarsamþykktinni. Súdan Tengdar fréttir Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09 Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32 al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. 14. desember 2019 14:49 Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hernám Grænlands möguleiki „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Embættismenn í Súdan segja að Omar al-Bashir og aðrir fyrrverandi embættismenn í ríkisstjórn hans, verði framseldir til Alþjóðlega sakadómstólsins (ICC). Bashir hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna fjöldamorða og ódæði í Darfur. Honum var velt úr sessi af hernum eftir umfangsmikil mótmæli í fyrra og hefur setið í fangelsi síðan. Minnst 300 þúsund manns dóu í átökunum í Darfur árið 2003. Um 2,5 milljónir manna þurftu að yfirgefa heimili sín. Ekki liggur fyrir hvenær Bashir verður sendur til Haag en starfsstjórn Súdan á eftir að skrifa undir Rómarsamþykktina um stofnun dómstólsins áður en hægt er verður að framselja forsetann fyrrverandi og aðra. Ákvörðunin var tekin í tengslum við friðarviðræður starfsstjórnarinnar við uppreisnarmenn í Darfur „Réttlæti verður ekki náð ef við græðum ekki gömul sár,“ sagði Hassan Eltaish, talsmaður stjórnarinnar. „Við samþykktum að allir þeir sem eiga handtökuskipun yfir höfði sér verði sendir fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólinn.“ Hann nefndi Bashir ekki sérstaklega á nafn en hann var ákærður árið 2009. Bashir náði völdum í Súdan árið 1989 og stjórnaði ríkinu með harðri hendi. Hann var fyrsti maðurinn til að vera ákærður af ICC fyrir þjóðarmorð. Auk hans voru tveir aðrir háttsettir meðlimir í ríkisstjórn hans ákærðir. Abdeil-Rahim Muhammad Hussein, sem var innanríkis- og varnarmálaráðherra Súdan, og Ahmed Haroun, sem var háttsettur meðal öryggissveita Súdan. Bashir var um langt skeið talinn táknmynd vanmáttar Alþjóðlega sakamáladómstólsins þar sem hann ferðaðist víða um heim og var ekki handtekinn, þrátt fyrir að fara til landa sem eru aðilar að Rómarsamþykktinni.
Súdan Tengdar fréttir Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09 Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32 al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. 14. desember 2019 14:49 Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hernám Grænlands möguleiki „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09
Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32
al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. 14. desember 2019 14:49
Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15