Erlent

Skrifað undir sam­komu­lag her­foringja og mót­mælenda í Súdan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Súdanir fagna undirritun samningsins.
Súdanir fagna undirritun samningsins. AP
Herforingjastjórnin í Súdan, sem hefur farið með völd í landinu síðan Omar al-Bashir forseta var steypt af stóli í apríl, og mótmælendahreyfingin, sem mótmælt hefur bæði stjórn al-Bashir og herforingjastjórninni, skrifuðu í dag undir samning um deilingu valda.Mynda á nýtt þjóðarráð þar sem fulltrúar mótmælenda og herforingjastjórnarinnar munu deila völdum þar til blásið verður til almennra kosninga.Mohamed Hamdan „Hemeti“ Dagolo, sem talinn er vera valdamesti maður herforingjaráðsins, jafnvel Súdan, hefur lýst því yfir að hann fallist á skilmála samningsins.Mótmæli hafa staðið yfir í Súdan síðan í desember og hafa mótmælendur lagt áherslu á aukið lýðræði síðan einræðisherrann Omar al-Bashir var rekinn frá völdum í apríl.Forsætisráðherrar Eþíópíu og Egyptalands og forseti Suður-Súdan voru meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem voru viðstaddir undirskriftinni.Samningurinn kveður á um að sex fulltrúar mótmælenda og fimm fulltrúar herforingja muni stjórna landinu þar til kosningar verða haldnar. Formennska ráðsins mun skiptast á milli herforingja og mótmælenda reglulega næstu þrjú árin en kosningar á að halda innan þriggja ára.Mótmælendur munu velja forsætisráðherra sem mun taka við embættinu í næstu viku.


Tengdar fréttir

Samkomulag í Súdan

Herforingjastjórnin sem hefur verið við völd í Súdan frá því Omar al-Bashir var steypt af stóli í apríl síðastliðnum komst í gær að samkomulagi við stjórnarandstöðuna í landinu um að fylkingarnar tvær muni deila völdum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.