Fótbolti

Cloé ekki enn komin með leikheimild

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cloé Lacasse lék með ÍBV áður en hún fór til Benfica.
Cloé Lacasse lék með ÍBV áður en hún fór til Benfica. vísir/vilhelm

Cloé Lacasse er ekki enn komin með leikheimild frá FIFA og var því ekki valin í íslenska landsliðshópinn sem fer á Pinatar-mótið í næsta mánuði.

Cloé fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en erfiðlega gengur að fá leikheimild frá FIFA svo hún geti byrjað að leika með íslenska landsliðinu.

Framherjinn öflugi hefur skorað grimmt fyrir Benfica í vetur og er markahæst í portúgölsku úrvalsdeildinni með 20 mörk.

Natasha Anasi, vinkona Cloé, var valin í landsliðshópinn. Hún fékk ríkisborgararétt á eftir Cloé á síðasta ári. Hún er annar tveggja nýliða í hópnum. Hinn er Fylkiskonan Berglind Rós Ágústsdóttir.

Íslenska hópinn sem fer á Pinatar-mótið má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.