Fótbolti

Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir.
Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir. Mynd/S2 Sport

Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið.

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag 23manna hóp fyrir næsta verkefni kvennalandsliðsins sem eru þrír leikir á Pinatar æfingamótinu í mars.

Tveir nýliðar eru í hópnum, en þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi hafa aldrei áður verið valdar. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkis og Natasha Anasi er fyrirliði Keflavíkur.

Natasha Anasi fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári eins og Cloé Lacasse en þær eru miklir félagar síðan þær spiluðu saman með ÍBV.

Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkisliðsins sem tryggði sér Reyjavíkurmeistaratitilinn á dögunum.

Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik því markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir hafa ekki spilað fyrir A-landsliðið þó svo að þær hafi verið áður í hópnum.

Það eru forföll hjá íslenska liðinu. Ásta Eir Árnadóttir gaf ekki kost á sér og þær Selma Sól Magnúsdóttir og Sif Atladóttir eru meiddar.

Undanfarin ár hefur íslenska liðið tekur þátt í Algarve Cup á sama tíma, en í ár er það mót minna í sniðum og fékk liðið því ekki sæti þar. Ísland tekur þátt í þessu móti á Pinatar á Spáni í staðinni og mætir þar Norður Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars.

Æfingamótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM 2021 í apríl. Þá mætir Ísland Slóvakíu og Ungverjalandi, en báðir leikirnir fara fram ytra.Landsliðshópurinn á Pinatar mótinu:

Markverðir
Sandra Sigurðardóttir, Val | 27 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki | Nýliði
Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR | Nýliði

Varnarmenn
Hallbera Guðný Gísladóttir, Val | 109 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård | 81 leikur, 6 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki | Nýliði
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården | 27 leikir
Guðný Árnadóttir, Val | 5 leikir
Anna Rakel Pétursdóttir, Uppsala | 6 leikir
Natasha Anasi, Keflavík | Nýliði
Elísa Viðarsdóttir, Val | 36 leikir

Miðjumenn
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg | 129 leikir, 20 mörk
Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi | 85 leikir, 25 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki | 5 leikir, 1 mark
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals | 68 leikir, 9 mörk
Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki | 100 leikir, 9 mörk
Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH | 18 leikir
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki | 27 leikir, 2 mörk

Sóknarmenn
Fanndís Friðriksdóttir, Val | 106 leikir, 17 mörk
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, AC Milan | 44 leikir, 4 mörk
Elín Metta Jensen, Val | 46 leikir, 14 mörk
Hlín Eiríksdóttir, Val | 12 leikir, 3 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad | 19 leikir, 1 markAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.