Fótbolti

Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir.
Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir. Mynd/S2 Sport

Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið.

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag 23manna hóp fyrir næsta verkefni kvennalandsliðsins sem eru þrír leikir á Pinatar æfingamótinu í mars.

Tveir nýliðar eru í hópnum, en þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi hafa aldrei áður verið valdar. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkis og Natasha Anasi er fyrirliði Keflavíkur.

Natasha Anasi fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári eins og Cloé Lacasse en þær eru miklir félagar síðan þær spiluðu saman með ÍBV.

Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkisliðsins sem tryggði sér Reyjavíkurmeistaratitilinn á dögunum.

Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik því markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir hafa ekki spilað fyrir A-landsliðið þó svo að þær hafi verið áður í hópnum.

Það eru forföll hjá íslenska liðinu. Ásta Eir Árnadóttir gaf ekki kost á sér og þær Selma Sól Magnúsdóttir og Sif Atladóttir eru meiddar.

Undanfarin ár hefur íslenska liðið tekur þátt í Algarve Cup á sama tíma, en í ár er það mót minna í sniðum og fékk liðið því ekki sæti þar. Ísland tekur þátt í þessu móti á Pinatar á Spáni í staðinni og mætir þar Norður Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars.

Æfingamótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM 2021 í apríl. Þá mætir Ísland Slóvakíu og Ungverjalandi, en báðir leikirnir fara fram ytra.





Landsliðshópurinn á Pinatar mótinu:



Markverðir

Sandra Sigurðardóttir, Val | 27 leikir

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki | Nýliði

Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR | Nýliði

Varnarmenn

Hallbera Guðný Gísladóttir, Val | 109 leikir

Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård | 81 leikur, 6 mörk

Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki | Nýliði

Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården | 27 leikir

Guðný Árnadóttir, Val | 5 leikir

Anna Rakel Pétursdóttir, Uppsala | 6 leikir

Natasha Anasi, Keflavík | Nýliði

Elísa Viðarsdóttir, Val | 36 leikir

Miðjumenn

Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg | 129 leikir, 20 mörk

Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi | 85 leikir, 25 mörk

Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki | 5 leikir, 1 mark

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals | 68 leikir, 9 mörk

Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki | 100 leikir, 9 mörk

Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH | 18 leikir

Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki | 27 leikir, 2 mörk

Sóknarmenn

Fanndís Friðriksdóttir, Val | 106 leikir, 17 mörk

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, AC Milan | 44 leikir, 4 mörk

Elín Metta Jensen, Val | 46 leikir, 14 mörk

Hlín Eiríksdóttir, Val | 12 leikir, 3 mörk

Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad | 19 leikir, 1 mark




Fleiri fréttir

Sjá meira


×