Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 13:10 Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir. Mynd/S2 Sport Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag 23manna hóp fyrir næsta verkefni kvennalandsliðsins sem eru þrír leikir á Pinatar æfingamótinu í mars. Tveir nýliðar eru í hópnum, en þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi hafa aldrei áður verið valdar. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkis og Natasha Anasi er fyrirliði Keflavíkur. Natasha Anasi fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári eins og Cloé Lacasse en þær eru miklir félagar síðan þær spiluðu saman með ÍBV. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkisliðsins sem tryggði sér Reyjavíkurmeistaratitilinn á dögunum. Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik því markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir hafa ekki spilað fyrir A-landsliðið þó svo að þær hafi verið áður í hópnum. Það eru forföll hjá íslenska liðinu. Ásta Eir Árnadóttir gaf ekki kost á sér og þær Selma Sól Magnúsdóttir og Sif Atladóttir eru meiddar. Undanfarin ár hefur íslenska liðið tekur þátt í Algarve Cup á sama tíma, en í ár er það mót minna í sniðum og fékk liðið því ekki sæti þar. Ísland tekur þátt í þessu móti á Pinatar á Spáni í staðinni og mætir þar Norður Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars. Æfingamótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM 2021 í apríl. Þá mætir Ísland Slóvakíu og Ungverjalandi, en báðir leikirnir fara fram ytra. Our squad for the Pinatar Cup in Spain at the start of March. We play Northern Ireland, Scotland and Ukraine. Hópur A landsliðs kvenna sem fer á Pinatar Cup á Spáni í byrjun mars.#dottirpic.twitter.com/e6OQNafMaA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 13, 2020 Landsliðshópurinn á Pinatar mótinu: Markverðir Sandra Sigurðardóttir, Val | 27 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR | NýliðiVarnarmenn Hallbera Guðný Gísladóttir, Val | 109 leikir Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård | 81 leikur, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården | 27 leikir Guðný Árnadóttir, Val | 5 leikir Anna Rakel Pétursdóttir, Uppsala | 6 leikir Natasha Anasi, Keflavík | Nýliði Elísa Viðarsdóttir, Val | 36 leikirMiðjumenn Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg | 129 leikir, 20 mörk Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi | 85 leikir, 25 mörk Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki | 5 leikir, 1 mark Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals | 68 leikir, 9 mörk Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki | 100 leikir, 9 mörk Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH | 18 leikir Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki | 27 leikir, 2 mörkSóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Val | 106 leikir, 17 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir, AC Milan | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen, Val | 46 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir, Val | 12 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad | 19 leikir, 1 mark EM 2021 í Englandi Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Sjá meira
Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag 23manna hóp fyrir næsta verkefni kvennalandsliðsins sem eru þrír leikir á Pinatar æfingamótinu í mars. Tveir nýliðar eru í hópnum, en þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi hafa aldrei áður verið valdar. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkis og Natasha Anasi er fyrirliði Keflavíkur. Natasha Anasi fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári eins og Cloé Lacasse en þær eru miklir félagar síðan þær spiluðu saman með ÍBV. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkisliðsins sem tryggði sér Reyjavíkurmeistaratitilinn á dögunum. Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik því markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir hafa ekki spilað fyrir A-landsliðið þó svo að þær hafi verið áður í hópnum. Það eru forföll hjá íslenska liðinu. Ásta Eir Árnadóttir gaf ekki kost á sér og þær Selma Sól Magnúsdóttir og Sif Atladóttir eru meiddar. Undanfarin ár hefur íslenska liðið tekur þátt í Algarve Cup á sama tíma, en í ár er það mót minna í sniðum og fékk liðið því ekki sæti þar. Ísland tekur þátt í þessu móti á Pinatar á Spáni í staðinni og mætir þar Norður Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars. Æfingamótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM 2021 í apríl. Þá mætir Ísland Slóvakíu og Ungverjalandi, en báðir leikirnir fara fram ytra. Our squad for the Pinatar Cup in Spain at the start of March. We play Northern Ireland, Scotland and Ukraine. Hópur A landsliðs kvenna sem fer á Pinatar Cup á Spáni í byrjun mars.#dottirpic.twitter.com/e6OQNafMaA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 13, 2020 Landsliðshópurinn á Pinatar mótinu: Markverðir Sandra Sigurðardóttir, Val | 27 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR | NýliðiVarnarmenn Hallbera Guðný Gísladóttir, Val | 109 leikir Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård | 81 leikur, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården | 27 leikir Guðný Árnadóttir, Val | 5 leikir Anna Rakel Pétursdóttir, Uppsala | 6 leikir Natasha Anasi, Keflavík | Nýliði Elísa Viðarsdóttir, Val | 36 leikirMiðjumenn Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg | 129 leikir, 20 mörk Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi | 85 leikir, 25 mörk Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki | 5 leikir, 1 mark Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals | 68 leikir, 9 mörk Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki | 100 leikir, 9 mörk Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH | 18 leikir Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki | 27 leikir, 2 mörkSóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Val | 106 leikir, 17 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir, AC Milan | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen, Val | 46 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir, Val | 12 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad | 19 leikir, 1 mark
EM 2021 í Englandi Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Sjá meira