Innlent

Ó­veður­svaktin: Strætó­skýli fjúka og sjór gengur á land

Ritstjórn skrifar
Einhverjir ferðamenn hættu sér nærri vitanum við Hörpu þar sem mikill öldugangur var fyrr í dag.
Einhverjir ferðamenn hættu sér nærri vitanum við Hörpu þar sem mikill öldugangur var fyrr í dag. Vísir/Vilhelm

Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. Óveðrið á að ganga yfir í dag en vegum hefur verið lokað víða og fylgjast má með lokunum á vef Vegagerðarinnar.

Fyrst skall veðrið þó á á Suðurlandi og var fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur sinnt minnst fimm útköllum í nótt eftir að verulega bætti í vind eftir miðnætti.

Vísir verður á vaktinni í allan dag og mun miðla öllum helstu upplýsingum um óveðrið í rauntíma hér að neðan, auk þess sem fréttum verður áfram komið áleiðis á heila tímanum á Bylgjunni og að sjálfsögðu í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.