Enski boltinn

Draumadagur fyrir Leeds | Jón Daði fagnaði sigri

Luke Ayling fagnar marki sínu fyrir Leeds í dag.
Luke Ayling fagnar marki sínu fyrir Leeds í dag. vísir/getty

Hagur Leeds vænkaðist verulega í ensku B-deildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Bristol City, liðinu í 7. sæti, á Elland Road.

Luke Ayling skoraði eina mark leiksins strax á 16. mínútu. Leeds er því með 59 stig í 2. sæti, fjórum stigum á eftir West Brom og nú með þriggja stiga forskot á næsta lið, Fulham, sem tapaði óvænt 3-0 fyrir botnliði Barnsley á heimavelli.

Brentford er í 4.-5. sæti ásamt Nottingham Forest með 55 stig, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Birmingham á útivelli.

Jón Daði Böðvarsson var í liði Millwall fram á 86. mínútu og fagnaði 1-0 útisigri gegn Preston. Millwall er nú með 49 stig í 10. sæti en enn fjórum stigum á eftir Preston sem er í 6. sæti, síðasta sætinu inn í umspilið um sæti í úrvalsdeild.

Luton vann sinn anna leik í röð og er staðan í botnbaráttunni orðin meira spennandi en neðstu sex liðin eru Charlton 36, Huddersfield 36, Stoke 34, Wigan 31, Luton 30, Barnsley 28.

Úrslit dagsins:
West Brom - Nottingham Forest  2-2
Birmingham - Brentford  1-1
Cardiff - Wigan  2-2
Charlton - Blackburn  0-2
Derby - Huddersfield  1-1
Fulham - Barnsley  0-3
Leeds - Bristol City  1-0
Middlesbrough - Luton  0-1
Preston - Millwall  0-1
QPR - Stoke  4-2
Sheff. Wed. - Reading  0-3Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.