Jóhann og félagar komnir upp fyrir Arsenal

Leikmenn Burnley fagna sigurmarki Matej Vydra.
Leikmenn Burnley fagna sigurmarki Matej Vydra. vísir/getty

Burnley vann í dag góðan 2-1 útisigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og komst þar með upp fyrir Arsenal í 10. sæti. Arsenal á leik til góða við Newcastle á morgun.

Jóhann Berg Guðmundsson gat ekki verið með Burnley í dag en hann mun vera að ná fullum bata eftir meiðsli og ætti að geta spilað með liðinu áður en langt um líður. Burnley fékk draumabyrjun í dag þegar Ashley Westwood skoraði beint úr aukaspyrnu á 2. mínútu, eftir skelfileg mistök Danny Ings sem beygði sig undir boltann.

Ings jafnaði sjálfur metin fyrir leikhlé með góðu skoti af vítateigslínu. Tékkinn Matej Vydra skoraði sigurmarkið á 60. mínútu með laglegum hætti eftir langa sendingu frá Jeff Hendrick.

Burnley er með 34 stig eftir 26 leiki, í sjónfæri við Sheffield United sem er með 39 stig í 5. sæti en það sæti gæti gefið þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu vegna bannsins sem Manchester City var sett í í gær.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.