Jóhann og félagar komnir upp fyrir Arsenal

Leikmenn Burnley fagna sigurmarki Matej Vydra.
Leikmenn Burnley fagna sigurmarki Matej Vydra. vísir/getty

Burnley vann í dag góðan 2-1 útisigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og komst þar með upp fyrir Arsenal í 10. sæti. Arsenal á leik til góða við Newcastle á morgun.

Jóhann Berg Guðmundsson gat ekki verið með Burnley í dag en hann mun vera að ná fullum bata eftir meiðsli og ætti að geta spilað með liðinu áður en langt um líður. Burnley fékk draumabyrjun í dag þegar Ashley Westwood skoraði beint úr aukaspyrnu á 2. mínútu, eftir skelfileg mistök Danny Ings sem beygði sig undir boltann.

Ings jafnaði sjálfur metin fyrir leikhlé með góðu skoti af vítateigslínu. Tékkinn Matej Vydra skoraði sigurmarkið á 60. mínútu með laglegum hætti eftir langa sendingu frá Jeff Hendrick.

Burnley er með 34 stig eftir 26 leiki, í sjónfæri við Sheffield United sem er með 39 stig í 5. sæti en það sæti gæti gefið þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu vegna bannsins sem Manchester City var sett í í gær.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira