Ótrúleg dramatík en West Brom og Forest skildu jöfn

Sindri Sverrisson skrifar

West Brom var grátlega nálægt sigri gegn Nottingham Forest í toppslag í ensku B-deildinni í fótbolta í hádeginu en lokatölur urðu 2-2. Mörkin og dramatíkina í lok leiks má sjá hér neðst í fréttinni.

West Brom komst tvívegis yfir í leiknum en Matty Cash náði, nánast upp úr þurru, að jafna metin á 90. mínútu með laglegu marki. Þá var hins vegar enn tími fyrir dramatík því Callum Robinson virtist vera að skora sigurmark fyrir West Brom en boltinn fór í samherja hans Kyle Bartley sem lá við marklínuna og rangstaða var því dæmd.

West Brom er því með 63 stig á toppi deildarinnar en næstu lið eru Leeds og Fulham með 56 stig og nú leik til góða. Forest er svo í 4. sæti með 55 stig og getur misst Brentford, Preston og Bristol City upp fyrir sig í dag.

Klippa: Dramatík í toppslag í ensku B-deildinni

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.