Á miðnætti á sunnudag skellur allsherjarverkfall Eflingar í borginni á Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 16:43 Krakkar yfirgefa leikskólann Laugasól vegna verkfalls í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Fyrirhugað allsherjarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst á miðnætti aðfararnótt mánudags 17. febrúar. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar eru ótímabundnar. Þær munu að öllu óbreyttu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni vegna minni þjónustu. Verkfallið hefur áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar. Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem fram kemur að um 1.850 manns í Eflingu starfi hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Áhrif á skóla og velferðarþjónustu Áfram verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingar mest á leikskólana auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fá vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa og er sums staðar hafður sá háttur á að einn hópur fær vist fyrir hádegi og annar eftir hádegi eða skipt niður á daga vikunnar. Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskast og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Eftir því sem verkfallið stendur lengur yfir mun það einnig hafa áhrif á þrif einhverra grunnskóla sem gætu þurft að loka, í það minnsta tímabundið. Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Ljóst er að lengra verkfall mun hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og eldri borgara í heimahúsum falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur. Áhrif á þjónustu við borgarlandið Á meðan verkfallið stendur yfir mun þjónusta við borgarlandið skerðast þannig að ákveðnum verkum verður ekki sinnt. Má þar m.a. nefna: •Viðgerðir á brotholum í malbiki á götum í umsjón Reykjavíkurborgar. •Ruslastampar í borgarlandinu verða ekki tæmdir. •Hreinsun í kringum grenndargáma verður ekki sinnt. •Almennri hreinsun borgarlandsins verður ekki sinnt. •Öllu minna viðhaldi á götugögnum verður ekki sinnt t.d. á hellulögðu yfirborði og götu- og gangstéttaköntum. •Verkefnum sem tengjast óveðri, t.d. vegna asahláku, foki á veg sem hindrar umferð, stífluðum niðurföllum, pollamyndun og fleiru. •Lausir hestar verða ekki handsamaðir né önnur dýr í lausagöngu sem kunna að valda truflunum. Á meðan verkfall Eflingar stendur yfir óska borgaryfirvöld eftir því að íbúar fari varlega þegar þeir eru á ferð um borgina, gangi vel um grenndargáma og ruslastampa og hafi gát á sér og sínum. Foreldrar/forráðamenn greiða ekki leikskólagjöld fyrir þá daga sem verkfall stendur yfir og ekki heldur fyrir máltíðir sem falla niður í grunnskólum. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Fyrirhugað allsherjarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst á miðnætti aðfararnótt mánudags 17. febrúar. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar eru ótímabundnar. Þær munu að öllu óbreyttu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni vegna minni þjónustu. Verkfallið hefur áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar. Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem fram kemur að um 1.850 manns í Eflingu starfi hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Áhrif á skóla og velferðarþjónustu Áfram verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingar mest á leikskólana auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fá vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa og er sums staðar hafður sá háttur á að einn hópur fær vist fyrir hádegi og annar eftir hádegi eða skipt niður á daga vikunnar. Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskast og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Eftir því sem verkfallið stendur lengur yfir mun það einnig hafa áhrif á þrif einhverra grunnskóla sem gætu þurft að loka, í það minnsta tímabundið. Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Ljóst er að lengra verkfall mun hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og eldri borgara í heimahúsum falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur. Áhrif á þjónustu við borgarlandið Á meðan verkfallið stendur yfir mun þjónusta við borgarlandið skerðast þannig að ákveðnum verkum verður ekki sinnt. Má þar m.a. nefna: •Viðgerðir á brotholum í malbiki á götum í umsjón Reykjavíkurborgar. •Ruslastampar í borgarlandinu verða ekki tæmdir. •Hreinsun í kringum grenndargáma verður ekki sinnt. •Almennri hreinsun borgarlandsins verður ekki sinnt. •Öllu minna viðhaldi á götugögnum verður ekki sinnt t.d. á hellulögðu yfirborði og götu- og gangstéttaköntum. •Verkefnum sem tengjast óveðri, t.d. vegna asahláku, foki á veg sem hindrar umferð, stífluðum niðurföllum, pollamyndun og fleiru. •Lausir hestar verða ekki handsamaðir né önnur dýr í lausagöngu sem kunna að valda truflunum. Á meðan verkfall Eflingar stendur yfir óska borgaryfirvöld eftir því að íbúar fari varlega þegar þeir eru á ferð um borgina, gangi vel um grenndargáma og ruslastampa og hafi gát á sér og sínum. Foreldrar/forráðamenn greiða ekki leikskólagjöld fyrir þá daga sem verkfall stendur yfir og ekki heldur fyrir máltíðir sem falla niður í grunnskólum.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira