Silungsveiðin úr Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2020 21:15 Hjónin í Mjóanesi, þau Rósa Jónsdóttir og Jóhann Jónsson. Stöð 2/Einar Árnason. Silungsveiði í Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið og gefur mun betur af sér en sauðfjárræktin. Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir, eins og heyra mátti í frétt Stöðvar 2. Við áttum þess kost síðastliðið sumar við upptökur á þættinum Um land allt að fylgjast með hjónunum í Mjóanesi, þeim Rósu og Jóhanni, vitja silunganeta. Þau eru að mestu hætt sauðfjárbúskap og segja veiðina aðaltekjulindina. Bleikjan þykir verðmætasti nytjafiskurinn.Stöð 2/Einar Árnason. Eftir að niðursuðuverksmiðjan Ora hætti að kaupa murtuna er bleikjan verðmætust fyrir bændur. „Það er bleikjan, kuðungableikja og sílableikja. Svo er urriðinn að fjölga sér rosalega mikið. Það þarf að passa að hann yfirtaki ekki bleikjuna,“ segir Rósa. Þau segja að veiðin hafi verið góð undanfarin ár og svo reyndist einnig nú. Þau komu með að landi þrjú full kör af silungi, en það tók þau aðeins um klukkustund að tína fiskinn úr netunum fyrir landi Mjóaness. Vitjað um silunganetin undan Mjóanesi við austanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Og þegar þau lyftu vænum urriða á bryggjuna, sem okkur þótti nokkuð stór, þá var auðheyrt að þeim þótti hann ekki merkilegur. „Við höfum fengið mikið, mikið stærri.“ -Telst þessi virkilega ekki stór? „Nei, þetta er ekki nema 7-8 punda fiskur.“Sjá meira hér: Þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Jörðin Nesjar í Grafningi er við suðvestanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Hjá Erni Jónassyni á Nesjum í Grafningi er veiðin úr Þingvallavatni einnig aðalmálið. „Við nytjum það mikið. Það er stóra kistan,“ segir Örn bóndi. -Er kannski veiðin að borga með sauðfjárbúskapnum? „Já, það gerir það.“ Heima í stofu getur Örn sýnt gestum dæmi um hvað Þingvallaurriðinn getur orðið stór. Þar er einn uppstoppaður uppi á vegg, sem okkur þykir risastór. Örn Jónasson með urriðan uppstoppaðan á veggnum.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er bara tittur.“ -Hvað er þessi stór? „23 pund“ -Hefurðu séð þá stærri? „Mikið stærri. Bara upp í 36,“ svarar Örn. Fjallað var um Þingvallasveit í þættinum Um land allt síðastliðinn mánudag, sem endursýndur verður á Stöð 2 á morgun, laugardag, kl. 15.45. Næsti þáttur á mánudag er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Stangveiði Um land allt Tengdar fréttir Það mun standa Kristrún frá Brúsastöðum á legsteininum Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum á Þingvöllum. Rætt er við feðginin Ragnar Jónsson og Kristrúnu Ragnarsdóttur en hún er að taka við búrekstrinum af föður sínum. 14. febrúar 2020 08:01 Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. 14. október 2013 20:00 Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44 Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. 10. febrúar 2020 22:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Silungsveiði í Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið og gefur mun betur af sér en sauðfjárræktin. Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir, eins og heyra mátti í frétt Stöðvar 2. Við áttum þess kost síðastliðið sumar við upptökur á þættinum Um land allt að fylgjast með hjónunum í Mjóanesi, þeim Rósu og Jóhanni, vitja silunganeta. Þau eru að mestu hætt sauðfjárbúskap og segja veiðina aðaltekjulindina. Bleikjan þykir verðmætasti nytjafiskurinn.Stöð 2/Einar Árnason. Eftir að niðursuðuverksmiðjan Ora hætti að kaupa murtuna er bleikjan verðmætust fyrir bændur. „Það er bleikjan, kuðungableikja og sílableikja. Svo er urriðinn að fjölga sér rosalega mikið. Það þarf að passa að hann yfirtaki ekki bleikjuna,“ segir Rósa. Þau segja að veiðin hafi verið góð undanfarin ár og svo reyndist einnig nú. Þau komu með að landi þrjú full kör af silungi, en það tók þau aðeins um klukkustund að tína fiskinn úr netunum fyrir landi Mjóaness. Vitjað um silunganetin undan Mjóanesi við austanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Og þegar þau lyftu vænum urriða á bryggjuna, sem okkur þótti nokkuð stór, þá var auðheyrt að þeim þótti hann ekki merkilegur. „Við höfum fengið mikið, mikið stærri.“ -Telst þessi virkilega ekki stór? „Nei, þetta er ekki nema 7-8 punda fiskur.“Sjá meira hér: Þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli Jörðin Nesjar í Grafningi er við suðvestanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Hjá Erni Jónassyni á Nesjum í Grafningi er veiðin úr Þingvallavatni einnig aðalmálið. „Við nytjum það mikið. Það er stóra kistan,“ segir Örn bóndi. -Er kannski veiðin að borga með sauðfjárbúskapnum? „Já, það gerir það.“ Heima í stofu getur Örn sýnt gestum dæmi um hvað Þingvallaurriðinn getur orðið stór. Þar er einn uppstoppaður uppi á vegg, sem okkur þykir risastór. Örn Jónasson með urriðan uppstoppaðan á veggnum.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta er bara tittur.“ -Hvað er þessi stór? „23 pund“ -Hefurðu séð þá stærri? „Mikið stærri. Bara upp í 36,“ svarar Örn. Fjallað var um Þingvallasveit í þættinum Um land allt síðastliðinn mánudag, sem endursýndur verður á Stöð 2 á morgun, laugardag, kl. 15.45. Næsti þáttur á mánudag er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Stangveiði Um land allt Tengdar fréttir Það mun standa Kristrún frá Brúsastöðum á legsteininum Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum á Þingvöllum. Rætt er við feðginin Ragnar Jónsson og Kristrúnu Ragnarsdóttur en hún er að taka við búrekstrinum af föður sínum. 14. febrúar 2020 08:01 Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. 14. október 2013 20:00 Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44 Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. 10. febrúar 2020 22:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Það mun standa Kristrún frá Brúsastöðum á legsteininum Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum á Þingvöllum. Rætt er við feðginin Ragnar Jónsson og Kristrúnu Ragnarsdóttur en hún er að taka við búrekstrinum af föður sínum. 14. febrúar 2020 08:01
Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna. 14. október 2013 20:00
Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44
Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. 10. febrúar 2020 22:15