Innlent

Sauðkindur á Þingvöllum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Ær með lamb á Þingvöllum í dag. Almannagjá og Öxarárfoss í baksýn.
Ær með lamb á Þingvöllum í dag. Almannagjá og Öxarárfoss í baksýn. Myndir/KMU.
Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. Þannig var ær með lamb í sjálfri þinghelginni við Þingvallabæ neðan Lögbergs. Einnig náðust myndir af sjö kindum rétt sunnan við þjónustumiðstöðina þar sem þær ýmist gæddu sér á gróðri í hrauninu og grasi á tjaldstæðunum.

Sjö kindur sunnan þjónustumiðstöðvarinnar í dag.
Starfsmenn þjóðgarðsins, sem við ræddum við, sögðu okkur að það gerðist af og til að kindur træðu sér í gegnum þjóðgarðsgirðinguna og svo virtist sem það væru alltaf einhverjar kindur innan hennar allt sumarið.



Þessar lágu í makindum í hrauninu skammt frá þjónustumiðstöðinni.
Þá sögðu þeir að bændur í Þingvallasveit hefðu verið að smala í dag og hugsanlega tengdust kindurnar þeim fjárrekstri.



Kindurnar sem nöguðu grasið neðan Lögbergs í dag hafa sennilega ekki haft grænan grun um að þar hefði Alþingi ekki ætlað þeim að hafa bithaga. Samkvæmt lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum skal hann „eftir því sem Þingvallanefnd ákveður, varinn fyrir lausagöngu búfjár“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×