Lífið

Það mun standa Kristrún frá Brúsastöðum á legsteininum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Kristrún á Brúsastöðum segir frá lífinu í Þingvallasveit í þættinum Um land allt.
Kristrún á Brúsastöðum segir frá lífinu í Þingvallasveit í þættinum Um land allt. Stöð 2/Einar Árnason.

„Það mun standa á legsteininum sko; Kristrún frá Brúsastöðum,“ segir Kristrún Ragnarsdóttur en hún var aðeins tíu mánaða gömul þegar hún flutti að Brúsastöðum með foreldrum sínum árið 1963.

Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í þættinum Um land allt á Stöð 2, um mannlíf í Þingvallasveit, var rætt við feðginin Ragnar Jónsson og Kristrúnu en hún er að taka við búrekstrinum af föður sínum. 

Ragnar er búinn að vera bóndi á Brúsastöðum í 57 ár. Hann er frá Vestfjörðum en flutti ungur að Nesjum í Grafningi.

Ragnar á Brúsastöðum þeysir um á sexhjólinu. Stöð 2/Einar Árnason.

Okkur er sagt að hann sé aldursforseti sveitarinnar, orðinn 87 ára gamall. Núna er hann kominn með þetta forláta sexhjól sem hann notar til að sinna bústörfunum og eltast við kindur. 

Þátturinn um Þingvallasveit verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Þáttinn má nálgast á efnisveitum Sýnar. 

Hér má sjá kafla úr þættinum:


Tengdar fréttir

Sauðkindur á Þingvöllum

Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.