Innlent

Kona á fertugsaldri lést af slysförum á Akranesi

Sylvía Hall skrifar
Konan, sem er á fertugsaldri, féll úr stiga og lenti á höfðinu.
Konan, sem er á fertugsaldri, féll úr stiga og lenti á höfðinu.

Kona á fertugsaldri lést af slysförum á Akranesi á fimmtudag. Konan féll úr stiga og lenti á höfðinu en talið er að hún hafi mögulega verið að undirbúa sig fyrir óveðrið á föstudag.

Þetta staðfestir Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn á Vesturlandi í samtali við fréttastofu RÚV. Hann segir fall konunnar hafa verið um þrjá metra niður úr stiganum.

Þá var Jón jafnframt spurður hvort konan hefði verið að búa sig undir óveðrið sem gekk yfir landið á föstudag en margir hverjir gripu til ráðstafanna vegna þess. Hann segist ekki geta fullyrt að svo hafi verið en flest bendi til þess.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.